Enn eitt málið sem lögreglan upplýsir.

logreglanÍ gær þegar lögreglan sendi frá sér þessa mynd og bað almenning um aðstoða sig við að upplýsa málið, þá fóru margir bloggverjar hamförum og sögðu að lögreglan ættu miklu frekar að einbeita sér að alvöru málum en svona smá málum. Mér fannst lögreglan gera hárrétt, Það voru litlar vísbendingar um ökumanninn svo þeir leituðu eftir aðstoð almennings og það varð til þess að ökumaðurinn gaf sig fram.

Ég er sammála lögreglunni að þetta brot hafi verið frekar alvarlegt þar sem maðurinn sýnir einbeittann brotavilja og undirbýr sig væntanlega fyrir þetta og hefur þar að auki barn með sér í bílnum. Síðan er spurning, á lögreglan ekki að rannsaka öll mál eða á hún að ákveða hvaða mál er alvarleg og þess eðlis að leggja vinnu í, þó ég haldi að ekki hafi verið lögð mikil vinna í þetta mál. Það er kannski ekki mjög alvarlegt að keyra á 83 þar sem hámarkshraði er 60. En hvar eru mörkin eru þau í 83, 90 eða 100.

Tveir þumlar upp fyrir lögreglunni að leysa málið á einfaldasta hátt.


mbl.is Ökufantur gaf sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað á lögreglan að rannsaka öll mál en hún virðist einbeita sér að þeim málum sem eru á einhvern hátt vandræðaleg lögregluembættið.

Ég varð fyrir því í sumar að keyrt var á bílinn minn og stungið af. Vitni var að árekstrinum og hringdi á lögregluna. Vitnið náði þremur fyrstu stöfum bílnúmerins auk þess að ná gerð bíls, lit og góðri lýsingu á ökumanni.

Ég hringdi daginn eftir í lögregluna til að athuga hvort ökumaðurinn hefði fundist og þá var mér tjáð að þessar upplýsingar væru ekki nægar til að hægt væri að rannsaka málið.

Steinar (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 11:20

2 Smámynd: Mummi Guð

Steinar: Ég hélt að svona upplýsingar myndu duga fyrir lögregluna til að finna þann seka.  Það er ekki gott ef lögreglan gerir ekkert í svona málum. Þar sem þetta virðist vera nokkuð borðleggjandi.

Mummi Guð, 6.12.2007 kl. 14:02

3 identicon

Já ég hélt það líka enda koma bara 100 bílar til greina þegar maður hefur fyrstu þrjá stafi númers, og síðan þegar bætist við tegund og litur bílsins eru varla margir eftir.

Lögreglan féll þarna þó nokkuð í áliti hjá mér og þykir mér leitt ef ekki er tími og/eða áhugi til að leysa svona borðleggjandi mál þó nóg er af þeim torleystu.

Kv.S

Steinar (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 16:00

4 Smámynd: Mummi Guð

Það var einmitt sem mér datt í hug, þetta eru bara 100 númer. Ég gæti trúað að þetta ætti ekki að taka nema nokkrar mínútur að komast að því hvaða bíll þetta væri. Veist þú hverjir fyrstu stafirnir eru og hvernig bíll þetta er? Ef svo er þá ættir þú að reyna að finna bílinn og leggja fram kæru á eigandann.

Mummi Guð, 6.12.2007 kl. 18:44

5 identicon

Come on

Þeir hræddu skítinn og karl greyinu með áróðri.    Og svo á að snúa hnífnum í sárinu og siga á hann barnaverndaryfirvöldum.    Það kostar ekkert annað en leiðindi fyrir vesalings manninn sem sér nú þegar eftir öllu saman.    Málið er orðið allt of umfangsmikið og minnir um margt á offar lögreglunnar við að leiða mál konunnar á Selfossi, sem var ákærð fyrir meintan ölvunarakstur, til lykta.     Allir voru sammála um að þar væri of langt gengið.       Hver er munurinn á þesssu máli og því.   Áhættan sem fólgin er í athæfinu og eðli brotsins?

Það kemur ekkert út úr þessu máli annað en leiðindi fyrir þennan vesalings mann sem augljóslega gengur ekki alheill til skógar.   Í öllu falli sýnir ekki af sér almenna skynsemi.    Það virðist einnig vanta tilfinnanlega að þorri bloggara trappi sig niður og reyni að sjá skóginn fyrir trjám.

Guðjón Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 23:06

6 Smámynd: Mummi Guð

WHAT! Ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara Guðjón.

Ég get kannski tekið undir með þér að það sé óþarfi að troða barnaverndarnefnd í þetta. Að öðru leyti er ég ósammála þér.

Maðurinn braut lög af ásetningi og sýndi mikinn brotavilja. Hann hélt að hann kæmist upp með þetta, átti ekki von á þessum viðbrögðum lögreglunnar. Þú segir að það komi ekkert annað út úr þessu máli en leiðindi fyrir þennan ólánsmann. Þegar menn brjóta lögin þá þýðir það yfirleitt leiðindi fyrir brotamann og þá skiptir ekki máli hvert afbrotið er. Ef þú vilt losna við leiðindi, ekki brjóta lögin. Þessi maður braut lögin og þarf að svara til saka fyrir það, sem er hið besta mál.

Ég skil ekki af hverju þú ert að draga þetta vandræðamál Selfoss lögreglunnar inn í þetta. Hvers vegna ertu að segja að þorri bloggara þurfi að trappa sig niður. Ertu að skjóta á mig, er eitthvað sem ég skrifaði sem þér blöskrar?

Hvað viltu að lögreglan geri í svona máli? segi skamm við manninn og fá loforð um að hann geri slíkt ekki aftur?

Mummi Guð, 7.12.2007 kl. 00:14

7 identicon

ég skil vara hvað lögreglan gerði svona mikið ? Frekar Maðurin sem keyrði sem upplýsti málið ?

ónafngreindur (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband