Pirringsbloggið
28.11.2007 | 22:04
Ég hef ekki verið duglegur að blogga að undanförnu, en ég ætla verða að því núna að blogga og það verður smá reiðiblogg eða pirringsblogg. Það er nefnilega sumir hlutir sem fara í taugarnar á mér og ég ætla að blogga um þá.
Til dæmis þá þoli ég ekki fólk sem skrifar leiðinda athugasemdir við bloggfærslu án þess að gera það undir nafni, ég hef oft hugleitt að loka fyrir athugasemdirnar hjá mér nema fyrir þá sem eru innskráðir. En mér fyndist það leiðinlegt þar sem margir sem ég þekki eru ekki innskráðir á moggabloggið og gætu ekki gert athugasemdir. Síðan eru líka fullt af ókunnugu og skemmtilegu fólki sem skrifar athugasemdir hjá mér og ég vil gjarnan halda áfram að fá athugasemdir frá þeim. Það sem mér finnst verst og leiðinlegast við þessa nafnlausu leiðindagaura er það að þeir eru yfirleitt orðljótir og drulla svoleiðis yfir bloggarann og ef bloggarinn svarar fyrir sig þá fær hann sjaldnast svar til baka. Ég hef aldrei eytt út athugasemd hjá mér og en það fer að koma að því að ég fer að gera það.
Ég þoli ekki þá bloggara sem segja ekkert í blogginu sínu. Ég er ekki að halda því fram að ég sé dýpsti bloggarinn, en ég reyni þó að segja eitthvað og ég blogga ekki við allar fréttir til þess eins að endursegja fréttina og að komast á listann yfir vinsælustu bloggarana.
Ég þoli ekki heldur þá bloggara sem blogga við fréttir og segja nákvæmlega það sama og gaurinn sem bloggaði við sömu frétt 10 mínútum áður og notar meira að segja stundum sömu fyrirsagnir.
Ég þoli ekki þá bloggara sem nenna ekki skrifa nöfn sinna nánustu og skrifar alltaf um börnin eða makann með skammstöfun. Ég gæti aldrei hugsað mér að skrifa Fjóluna mína sem FÆ!
Ég þoli ekki heldur þá bloggara sem safna bloggvinum bara til að eiga sem flesta bloggvini. Ég er ekki með marga bloggvini, en ég les bloggið hjá mínum bloggvinum og reyni að skrifa athugasemdir hjá þeim reglulega. Í dag eyddi ég þremur bloggvinum, ég eyddi þeim vegna þess að ég les ekki bloggið þeirra og ég held að þeir lesi ekki bloggið mitt, þeir hafa að minnsta kosti aldrei skrifað athugasemdir hjá mér svo ég muni. Þess vegna sé ég engann tilgang með að hafa þá sem bloggvini. Þið sem eru enn bloggvinir mínir, þið vitið þá að ég les bloggin ykkar og er bloggvinur ykkar.
En ég elska líka fullt af hlutum, en ég ætla ekki að skrifa um það hér. þetta er pirringsbloggið mitt.
Athugasemdir
Bráðnauðsynlegt að blása út stundum
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.11.2007 kl. 22:11
Alveg sammála þér. En bara svo að þú vitir þá les ég reglulega en skrifa mjög sjaldan athugasemdir.
Fríða K (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 22:52
Maður þarf að skrifa svona pirringsblogg stöku sinnum. Annar er ég mjög sammála þér með þessa nafnlausu og bloggvinasafnarana. Ég er komin á lista hjá ansi mörgum bloggvinasöfnurum og þarf að fara að hreinsa til hjá mér.
Ég les alltaf hjá þér þegar ég hef tíma til að fara á rúntinn en kannski ekkert rosalega dugleg við að kvitta
Huld S. Ringsted, 29.11.2007 kl. 10:19
Hei dúd passaðu þrysinginn !!! Nei bara grín en vááá hvað ég skil þig vel en sé þig á morgun takk og bless
Berglind (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 16:40
Þú þarna krútt, les þig alltaf nema sleppi þér þegar þú talar um boltann, finnst það leiðinleg blogg þó ég hafi sjálf bloggað oggupons um þau. Þá er það komið á hreint .s.s boltablogg eru leiðinleg en knús til ykkar allra samt sem áður, þú ert aldeilis ágætur sjálfur.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 18:05
Þó að ég hafi blásið aðeins út með þessari færlsu, þá er langt í frá að ég þoli ekki moggabloggið, mér finnst það reyndar þrælskemmtilegt.
Berglind, það er bara þannig að ég verði að hleypa þrýstingnum stundum út eftir erfiðan vinnudag með erfiðum samstarfsfólki!
Magga, ég reyni að blogga ekki of mikið af fótbolta. Það er bara stundum erfitt þar sem ég lifi í hálfgerðum fótboltaheimi. Ég vinn með mönnum sem finnst fátt skemmtilegra en að ræða um fótbolta. Ég á son sem fæddist í fótboltaskóm og annan sem er lærði rangstöðuregluna á undan litunum. Sú eina sem hélt aftur af mér í sambandi við fótboltann var Fjóla, en núna veit hún svo mikið um fótbolta að ég stundum skammast mín fyrir vanþekkingu mína.
Mummi Guð, 30.11.2007 kl. 00:29
Svei mér þá en ég held ég geti skrifað undir flest sem þú segir hérna. Ég á reyndar fleiri bloggvini en ég kemst yfir að lesa á hverjum degi en það er nú bara vegna þess að ég segi já við alla sem biðja mig um að vera bloggvini sína. Les oftast þá sem er virkastir því ég skoða alltaf yfirlitið yfir það hvað hver og einn er að skrifa og ef það virkar spennandi les ég bloggið, annars bíð ég þar til ég hef meiri tíma til að kíkja við hjá fólki.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 30.11.2007 kl. 08:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.