Dregið í undankeppni HM í dag.
25.11.2007 | 15:27
Í dag verður dregið í riðla fyrir forkeppni HM2010. Er Ísland fallið niður í fimmta styrkleikaflokk eftir skelfilega frammistöðu í forkeppni EM sem var að ljúka. Er ég mest hissa að við séum þó í fimmta flokki.
Mér finnst alltaf jafnspennandi að þessum drætti og ætla ég setja saman þá tvo riðla sem ég gæti hugsað mér sem draumariðil fyrir Ísland. Í fyrri riðlinum verður Ísland í sem sterkasta eða skemmtilegasta riðli, í öðrum riðlinum verður Ísland í þeim riðli sem ég myndi telja mesta líkur á að komast áfram og svo set ég saman martraða riðil, bæði leiðinleg og erfið lið.
Skemmtilegi Riðillinn: Ítalía, England, Noregur, Wales, Ísland og Færeyjar.
Auðveldi Riðillinn: Grikkland, Ísrael, Norður-Írland, Kýpur, Ísland og San Marino.
Leiðinlegi Riðillinn: Króatía, Tyrkland, Úkraína, Hvíta-Rússland, Ísland og Svartfjallaland.
Update: Núna er búið að draga í riðla og lentu Íslendingar í riðli með Hollendingum, Skotum, Norðmönnum og Makedónum. Mér líst mjög vel á þennan riðil, allt lið sem við þekkjum vel nema Makedónar og stutt ferðalög.
Ísland með Hollandi og Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Segðu mér nú eitt sona í fúlustu alvöru? Afhverju í ósköpunum plantaru Króatíu í leiðinlega riðilinn? Vonandi er það af því þú veist ekki betur.
Addi E (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 18:02
Ástæðan er einföld af hverju ég læt Króatíu í leiðinlega riðilinn. Í efsta styrkleikaflokki eru Holland, Þýskaland, Spánn, Frakkland, Portúgal og Ítalía, öll þessi landslíð eru með leikmenn sem við þekkjum út og inn, ferðalögin eru ekki löng og þetta eru leikir sem auðvelt er að byggja skemmtilega stemningu í kringum. Þá eru eftir í efsta styrkleikaflokki Króatía, Tékkland og Grikkland.
Grikkland er lið sem við ættum að eiga besta möguleika á að ná stigi á móti. Þá eru eftir Tékkar og Króatar, þar tel ég Króatana mun sterkara lið og mun erfiðari heimavöll. Þess vegna tel Króatíu eiga heima í leiðinlega riðlinum.
Hvað lið myndir þú setja í þennan leiðinlega riðil úr fyrsta styrkleika ef ekki Króatana?
Mummi Guð, 25.11.2007 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.