Sniðugt útiklósett í London sem myndi passa í miðborgina.
25.11.2007 | 10:18
Þegar ég var á ferð í London í byrjun mánaðarins þá sá sniðugan útikamar sem ekki tók mikið pláss og er mjög meðferðarlegur í notkun. Engar dyr eða slíkt og þar sem það tók svo stuttan tíma að létta á sér á klósettinu þá myndaðist engin röð eða slíkt.
Þar sem þetta klósett virkar í miðborg London, þá ætti þetta líka geta virkað í Reykjavík. Það ætti að skella nokkrum svona klósettum niður í miðborg Reykjavíkur og lögreglan getur farið að einbeita sér aftur að alvörum málum.
Gallinn við þetta klósett er að það er bara hægt að pissa á því og það getur verið erfitt fyrir kvenfólk að nota það. Þá er bara að finna upp sambærilegt klósett sem myndi gagnast kvenfólkinu betur.
Klósettið góða.
Brotum á lögreglusamþykkt fækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Dáldið flott lausn finnst mér, þú ættir að senda þetta á borgarstjóra, reyndar skora ég á þig.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.