Það á að klára að segja fréttina.
23.11.2007 | 18:18
Mér finnst eins og þess frétt sé bara hálfsögð, þar sem ekki kemur fram í fréttinni hvaða mynd konan var að horfa á. Ég sem mikill aðdáandi hryllingsmynda hefði alveg viljað fá að vita hvaða mynd þetta var svo ég gæti gert mér betur grein fyrir hvort ástæða hefði verið hjá konunni til að öskra svo mikið að það þurfti að kalla til lögreglu.
Ég gerði einu sinni þau mistök að horfa á hryllingsmynd einsamall, ég var heima með elsta syninum sem þá var kannski 4-5 ára og tók upp á því að horfa á myndina Pet Sematary eftir að hann var sofnaður. Myndin var töluvert meira spennandi og óhugnaleg en ég átti von á og þegar ég var um það bil að springa af hræðslu þá vaknaði guttinn og kom til mín og skreið í fangið á mér og bjargaði heilsu minni.
Hjálparkall vegna hryllingsmyndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Pet semetery er líka á einhvern hátt ein sú óhugnanlegasta sem ég hef séð- sagan er líka eftir meistara.
Örvar Már Marteinsson, 23.11.2007 kl. 22:44
Pet cemetery er einn af örfáum bíómyndum sem eru gerðar eftir stephen king bók sem er horfanleg.
Flestar þeirra er leiðinlegur óhorfanlegur sori, bækurnar eru annað mál
Alexander Kristófer Gústafsson, 24.11.2007 kl. 03:17
Hvar er hægt að taka þessa mynd á leigu?
Einn hryllingsaðdáandi í viðbót
Geiri (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 05:39
ég verð bara að spyrja.... var þessi blessaða kona hoppandi, öskrandi, berjandi í veggi? hvað fékk nágrannann til þess að hringja í lögregluna?
ég er hissa?
ekki horfa á hryllingsmyndir ef þú höndlar það ekki!!!
Robbi (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 07:28
Pet semetery er bara snilld.
Lárus (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 08:28
Til að fyrirbyggja allan misskilning þá heitir myndin Pet Sematary, ég veit að þetta er vitlaust skrifað en það er einmitt hluti af myndinni.
Mikið er ég feginn að það sé ekki bara ég sem hef verið smeykur yfir henni. Ég er sammála þér Alexander að ansi margar myndir Stephens King sé slakar. En það eru samt nokkrar myndir sem eru stórgóðar eins og til dæmis Carrie, Christine, Stand By Me og The Shining.
Ég held að það sé hægt að fá myndina á leigu á nánast hvaða myndbandaleigu eða DVD-leigu sem er. Ég keypti hana ekki alls fyrir löngu í Elkó og minnir mig að ég hafi fengið hana og aðra mynd á 1500 krónur.
Mummi Guð, 24.11.2007 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.