Að nenna ekki skrifa nafn barnsins síns.
16.11.2007 | 10:45
Það er fátt sem fer eins mikið í taugarnar á mér og fólk sem skammstafar nöfn barnanna sinna, en það er ótrúlega algengt að fólk gerir það. Ég var að lesa blogg um daginn og þar skrifaði móðirinn alltaf nafn barnsins síns í skammstöfum. Það skiptir ekki máli hvað nafnið er, við getum kallað stelpuna Jóna Jórunn (vona að enginn heiti þessu nafni þó það sé ekki slæmt) og mamman skammstafaði nafnið alltaf JJ. Ég myndi aldrei skammstafa nöfn barnanna minna svona, ég myndi aldrei tala um Hugin Heiðar sem HH.
Ég skil auðvitað að það sé þægilegra að skammstafa nöfn barnanna, eins og til dæmis þegar verið er að merkja fatnað og slíkt, en ekki þegar það er verið að blogga um barnið og nafnið er skammstafað vegna þess að skrifarinn nennir ekki að skrifa allt nafnið. Fyrir ykkur sem nennið ekki að skrifa nafn barnanna ykkar, skírið börnin stuttum nöfnum eins og Ýr eða Jón.
Athugasemdir
Heyr Heyr,,,,,,,,,,,,þetta gerist of oft.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 13:21
Mínar heita svo stuttum nöfnum, Arna og Eva svo ég þarf ekki að skammstafa, annars kalla ég þær hér oftast þá eldri og yngri
Huld S. Ringsted, 17.11.2007 kl. 00:19
Ég er nokkuð viss um að þó að börnin hétu lengri nöfnum þá myndir þú ekki skammstafa nöfn þeirra.
Það er dálítið annað að kalla börnin öðrum nöfnum. Gott dæmi um það er Jóna Á, mér finnst þrælskemmtilegt að lesa bloggið hennar og þar hafa allir sem eru henni næstir sérstök gælunöfn, sem gerir bloggið hennar enn betra fyrir vikið.
Mummi Guð, 17.11.2007 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.