Það er eitthvað að hjá Lögreglunni.
15.11.2007 | 15:10
Þann 11. nóvember 2006, fyrir rúmu ári síðan var ég stöðvaður af lögreglunni fyrir of hraðan akstur. Er þetta í fyrsta sinn í ein 12-15 ár sem lögreglan stöðvar mig. Ég var mældur á 98 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 á Reykjanesbrautinni við vogaafleggjara. Núna ári síðar fæ ég póst þar sem mér er boðð að ljúka málinu með dómssátt, greiðslu upp á 20.000 krónur og ef ég viðurkenni brotið innan 14 daga þá verður sektin 15.000 krónur. Þar sem ég var að fara erlendis ákvað ég að reyna klára málið og fer til sýslumanns og skrifa undir viðurkenninguna og mér er tjáð að ég hafi 30 daga til að borga sektina til að halda afslættinum.
Þegar ég kem eftir helgardvöl í London greiði ég sektina í heimabankanum og allt í lagi með það. Þó ég hafi 30 daga til þess greiddi ég sektina innan viku. Tveim dögum síðar fæ ég sendan póst frá Sýslumanninum og innheimtumiðstöð sekta og sakakostnaðar (Af hverju þarf að láta nýjar stofnanir heita svona löngum nöfnum?) Í bréfinu frá sýslumanninum var kvittun fyrir fyrir sektargreiðslunni og í bréfinu frá innheimtumiðstöð sekta og sakakostnaðar er mér bent á að ef ég greiði ekki sektina innan 30 daga þá verði krafist fjárnáms hjá mér.
Ég hélt að þegar ég skrifa undir viðurkenninguna á brotinu þá fengi ég 30 daga til að borga sektina, án þess að fá hótanir. Síðan er spurning úr því að innheimtumiðstöð sekta og sakakostnaðar sem svona umhugað um að rukka mig sem fyrst af hverju líður tæpt ár frá því ég er stöðvaður þar til ég fæ sektina. Mér finnst þetta óþolandi af lögreglu, ef maður er stöðvaður af lögreglu og er kærður fyrir umferðarlagabrot, þá finnst mér að lögreglan eigi að hafa hámarki 3-4 vikur til senda sektina frá sér. Á ég kannski næst von á að fá sekt fyrir umferðarlagabrot sem ég framdi fyrir 5 árum?
Athugasemdir
hmmmm,,, þeir eru eitthvað seinfærir þarna í löggunni.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 18:16
Þar sem það tók lögregluna 11 mánuði að senda mér sektarboðið, þá finnst mér að ég ætta að fá 11 mánuði til að greiða sektina.
Mummi Guð, 15.11.2007 kl. 19:27
held að þetta sé ekki lögreglan.. þegar þeir eru búnir að senda inn sektina þá er þetta komið í innheimtudeild og a ekki að blanda lögreglunni í þetta!!
h,mmmm (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 20:48
Ég held nefnilega að lögreglan hafi sett skýrsluna niður í skúffu og fundið hana aftur nýlega og sent. Það er sýslumaðurinn sem sendir sektina, en ekki innheimtudeildin. Innheimtudeildin fær engar upplýsingar um þetta fyrr en ég hef viðurkennt brotið. Þannig að það er ekki hægt að kenna öðrum um en lögreglunni eða sýslumanni.
Mummi Guð, 16.11.2007 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.