Öxulveldi hins illa.
8.11.2007 | 22:57
Fyrir nokkrum árum sagði George W Bush frá öxulveldum hins illa og fékk mikla gagnrýni og reyndar hrós frá öðrum. Sjálfur hef ég lítið álit á nokkrum löndum og vil ég nefna þau líka sem öxulveldi hins illa. Löndin sem ég hef svona lítið álit á eru Norður-Kórea, Zimbabve og Tyrkland og ekki endilega í þessari röð. Álit mitt byggist ekki á fólkinu sem í því býr, heldur af stjórnarfarinu þar og lögum sem þar eru í gildi.
Þess vegna kom mér það mjög á óvart þegar ég var í London að ég gekk fram á glæsilegt hús í hjarta borgarinnar, rétt við Trafalgar-torg. Húsið er hornhús við vinsæla götu á frábærum stað og er glæsilegt í alla staði. Það sem vakti áhuga minn á þessu húsi sem er örugglega gríðarlega verðmætt, er það að það heitir Zimbabve House og hýsir ferðamálaupplýsingar fyrir Zimbabve. Ég verð að segja fyrir mitt leiti að það þarf meira en flott hús og flotta umgjörð til að fá mig til að fara til Zimbabve. Það sem mér finnst skjóta skökku við þetta er það að landið er gríðarlega fátækt og með forseta eða einræðisherra sem er uppfullur af fordómum og er gjörspilltur og á meðan hann og hans fitna á ríkisspenanum þá svelta aðrir landsmenn. Á þessu ári hefur verðbólgan mælst í tugþúsundum prósenta og til að reyna stöðva verðbólguna setti hinn hái herra Mugabe lög sem bannar verðhækkanir og allir þeir sem hækkuðu verð á sínum vörum fóru í fangelsi. Þetta varð auðvitað til þess að öll viðskipti stöðvuðust sem varð til þess að þeir fátæku uðru enn verr úti.
Það var þekkt fyrir nokkrum árum þegar hermenn Mugabe fóru um og drápu hvíta bændur sem vildu ekki fara af jörðum sínum til að láta svarta menn fá þær. Svartir menn yfirtóku landbúnaðinn í landinu sem var í miklum blóma og varð það til þess að í dag eru landbúnaðurinn um það bil 20% af því sem hann var.
Vegna hinna gríðarlegu fátæktar í landinu og hinnar spilltu stjórnar þá finnst mér fáránlegt að landið skuli eiga og reka ferðamálaskrifstofu í einu dýrasta húsi Lundúna, vona ég að Lundúnarbúar láti ekki umbúðirnar villa fyrir sér og sniðganga landið á meðan Mugabe er við völd.
Athugasemdir
Held að það séu örugglega fleiri lönd í þessu vonda öxulveldi,sem þú nefnir tildæmis,,Bandaríkin.
Jensen (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 23:48
Ég hafði lítið á álit á kananum hér áður fyrr. Ég starfaði á Keflavíkurflugvelli og keyrði þar meðal annars leigubíl og kynntist mörgum könum. Eftir þau kynni var álit mitt á kananum lítið eða eiginlega ekkert. Ég hafði óbeit á honum.
Vorið 2005 fór ég með son minn til Bandaríkjanna þar sem hann gekkst undir lifrarígræðslu, ég var í 6 mánuði í Bandaríkjunum og eftir þá dvöl er álit mitt á kananum gjörbreytt. Ég var í Pittsburgh í Pennsylvaniu sem er þekkt demókrata-ríki og allir voru sammála um að George W Bush sé asni.
Það sem kom mér mest á óvart er hið hlýlega viðmót sem ég fékk allstaðar og hvað allt er í raun einfalt í Bandaríkjunum. Ég tel Bandaríkin ekki vera af hinum slæmum löndum, þó ég ósammála mörgu í þeirra í fari.
Mummi Guð, 9.11.2007 kl. 00:07
Ég setti inn link á síðuna hans Hugins inn á síðuna mína. Vona að það sé í lagi. Láttu mig annars vita
Fríða K (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 12:33
Fríða, það er í góðu lagi.
Mummi Guð, 9.11.2007 kl. 18:29
ok takk takk
Fríða K (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 19:26
Það er þettað með öxulveldin.Ekki er ég að setja út á hinn almenna borgara í Bandaríkjunum,ég hef sjálfur sótt heim Bandaríkin og líkaði það nokkuð vel,en það eru pólítíkin sem skapar mikla illsku í Bandaríkjunum og að sjálfsögðu öfgarnar þar,heilsist ykkur vel.
Jensen (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.