London Calling
31.10.2007 | 21:24
Ég hef verið ansi latur við að blogga að undanförnu og það mun ekki breytast á næstu dögum þar sem ég er að fara til London í fyrramálið. Ég og Guðjón munum fara bara tveir þar sem þetta er fermingargjöfin hans, en hann fermdist í vor. Við förum eldsnemma í fyrramálið, á nánast ókristilegum tíma. Er ferðin nokkuð vel skipulögð, enda hef ég séð um alla skipulagninguna. Fyrir þá sem eru forvitnir þá er ferðaáætlunin þannig. Flogið til London á fimmtudagsmorgni, komið til London á fimmtudagsmorgni. Farið á Hótelið og komið sér fyrir. Farið á Emirates leikvanginn á laugardagsmorgni og horft á leik Arsenal - Manchester United. Flogið heim á mánudegi.
Athugasemdir
Ussssssss það væri nú ekki ónýtt að vera með ykkur Feðgum þarna ég segi nú bara njótið vel kveðja Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 31.10.2007 kl. 22:48
Úlli, ég var að pæla í að fara á leik Aston Villa og Derby, en það var uppselt. Það var líka uppselt á leik Scounthorpe - Crystal Palace, svo ég verð að sætta mig þennan leik.
Mummi Guð, 31.10.2007 kl. 23:21
hmmmm,,, ertu s.s. ekki aðdáandi Arsenal eða United? Hefði alveg verið til í að fara á þennan leik.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 21:30
Hvernig geturðu látið þetta fréttast? Þú ert staddur í London og sleppir því að sjá stórveldið Scounthorpe spila. Mér þykir þetta gróft!
Annars verð ég að segja að þetta sé besta ferðaplan sem ég hef séð.
Natan (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 22:42
Eg er studningsmadur Crystal Palace. Hefdi alveg viljaf fara a leik med theim. En eg vard ad leyfa syninum ad rada, thetta ju gjofin tl hans.
Natan, eg hef adur skipulagt svona ferd og hun var til Romar fyrir rumum 3 arum og eg vona ad thu munir eftir henni. Thessi ferd er mun betur skipulogd thar sem nuna hef eg mida a leikinn sem eg aetla a!!!
Bestu kvedjur fra London.
Mummi Guð, 2.11.2007 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.