Gaman að fá svona hlutlausa frétt.
12.10.2007 | 22:57
Það er líklegt að þessi frétt sé bein þýðing frá áróðursmeistara tyrknesku ríkisstjórnarinnar og líklegt að tímasetningin sé ekki tilviljun. Tyrkirnir eru búnir að vera að deila við Bandaríkjamenn vegna þess að Tyrkir vilja ekki viðurkenna að þjóðarmorðin sem þeir frömdu á Armenum snemma á síðustu öld séu þjóðarmorð. Þeir eru búnir að kalla sendiherrann sinn heim frá Washington til að sýna hversu alvarlega þeir telja samþykkt Bandarríkjaþings vera þegar þeir skilgreindu þjóðarmorðin sem þjóðarmorð.
Núna er tyrkneska áróðursvélin komin í gang og má búast við að þeir fremji þjóðarmorð í Norður-Írak á næstu mánuðum, þar sem Bandaríkjamenn þora ekki að styggja Tyrkina frekar vegna hagsmuna sinna.
Spennan eykst við landamæri Tyrklands og Norður-Íraks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
fuck the war
jon gudjonsson (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 01:08
Tyrkirnir eru aldrei til friðs. af hverju ætli þeir teljist til evrópu. ég vil reka þá úr evrópu, þeir eiga ekkert sameiginlegt með siðmenntuðum evrópulöndum. ekki frekar en helvítis júðarnir í ísrael.
Jóhann (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 09:08
Jóhann. Ég er sammála þér að einu leyti. Ég skil ekki af hverju Tyrkland teljast til Evrópu þar sem aðeins 3,04% landsins er í Evrópu, en 96,96% landsins er í Asíu. Af hverju telst landið ekki til Asíu?
Mummi Guð, 13.10.2007 kl. 10:04
Það er alltaf ágætt að kynna sér málin áður an að maður kemur með stórar staðhæfingar. Ég hef sjálf búið í Tyrklandi og tel mig vita nokkuð vel hvað er að gerast í landinu sem stendur. Tyrkir eiga jú í mestu vandræðum með PKK, en það þýðir ekki að fullt af Kúrdum sem búa í Tyrklandi séu ekki velkomnir þar og lifi ekki í sátt og samlyndi við aðra íbúa landsins. Margir vilja þeir ekkert með PKK hafa og í her Tyrkja er fullt af Kúrdum. Það er herskylda í landinu og gildir það um alla ríkisborgara sem eru karkyns og á vissum aldri, óháð kynþætti. PKK hefur t.d. á undanfarinni viku drepið nokkra tyrkneska Kúrda.
Breytt ástand í Írak hefur gefið PKK möguleika til að byggja upp starfsemi sína innan landamæra Íraks og eru þeir nú mun sterkari en áður. Það er þetta sem Tyrkir óttast og hafa þeir nú þegar fengið nóg af hryðjuverkum og hafa ekki marga möguleika til að leysa vandann. Sérstaklega þegar erfitt er að leita sátta við hryðjuverkahóp sem veit ekkert hvað hann vill ná fram með ofbeldi sínu og Kúrdar í Tyrklandi vilja flestir ekkert með hafa. Allt tal um nýtt þjóðarmorð ber vott um fordóma og vanþekkingu.
Talandi um fordóma þá tel ég það bera vott um dómgreindarleysi að stroka ekki út athugasemd Jóhanns hér að ofan um gyðinga. Þú berð ábyrgð á því sem er inni á þinni síðu og að birta slíkan rasisma obinberlega er lögbrot.
Að lokum óska ég þér velfarnaðar í baráttu sonar þíns.
zedet (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 11:43
Zedet. Ég vona að þú hafir rétt fyrir þér og Tyrkir eru ekki að búa sig undir að fremja þjóðarmorð á Kúrdum. En það er samt merkilegt að þeir séu ekki tilbúnir að viðurkenna að hafið framið þjóðarmorð á Armenum fyrir tæpri öld, þegar þeir drápu 1,5 milljón Armena á skipulagðan hátt. En margir vilja líkja drápum Trykja á Armenum við helförina í Þýskalandi, þó fjórum sinnum fleiri Gyðingar voru drepnir en Armenar. Þjóðverjar viðurkenna grimmdarverk sín og leyfa fólki að tala um þau, til forðast að slíkt gerist aftur. En Tyrkirnir vilja þagga drápin á Armönunum niður og af hverju?
Varðandi dómgreindarleysi mitt. Þá leyfi ég fólki að segja sína skoðun í kommentakerfinu. Á meðan fólk er ekki með persónulegar árásir á einstaklinga sem enginn fótur er fyrir eða skrifar undir nafni, þá er ég ekki tilbúinn að stroka út komment.
Þessi Komment frá Jóhanni lýsir honum best. En þetta er skoðun sem margir hafa. En ég er ekki sammála honum.
Takk fyrir kveðjuna.
Mummi Guð, 13.10.2007 kl. 13:39
Skemmtileg viska sem þú býrð yfir Jóhann. Lýsir innræti þínu vel.
Tyrkaland er hluti af Evrópu og telst því til Evrópu. Skil ekki alveg hvað fólk sér að því, en endilega fræðið mig um það?
Varðandi PKK þá er um stórhættuleg samtök að ræða, sem hafa staðið að ansi mörgum hryðjuverkum Tyrklandi og einhverra hluta vegna held ég að þeir séu ekkert að fara að hætta því. Þeir drepa meira að segja Kúrda sem eru hliðhollir Tyrkjum. Veit nú samt ekki alveg hvað mér finnst um sókn Tyrkja að þeim, allt í lagi að slaka bara aðeins á held ég. En vandamálið leysist samt ekki með þeim hætti. Tyrkir geta ekki bara setið heima við og leyft þeim að halda áfram að sækja að þeim með sprengingum og öðrum hryðjuverkum.
Sema Erla Serdar, 13.10.2007 kl. 16:54
Serna Erla, ég ber fulla virðingu fyrir skoðun þinni, en framkoma þjóða heims gagnvart minnihlutahópum eins og Kúrdum, er nú ekki beint til fyrirmyndar. Kúrdar hafa bara óskað eftir því að fá að lifa sem þjóð, en af heimspólitískum ástæðum, þá hefur það verið talið hættulegt. Aðför Tyrkja og Íraka að Kúrdum í gegnum tíðina er ekkert annað tilraun til þjóðarmorðs. PKK eru tiltölulega ung samtök, sem hafa því miður að hluta valið leið ofbeldis. En kúgunin sem Kúrdar hafa búið við hófst löngu áður en PKK var stofnað. Tyrkir hafa síðan margoft notað tækifærið til að ráðast á Kúrda Íraksmegin landamæranna, þegar herir Íraks hafa ekki geta veitt mótstöðu. Nú stendur ein slík innrás fyrir dyrum, gjörsamlega tilefnislaus, svipað og innrás Ísraela í Líbanon í fyrra. Lausnin er ekki hernaðarbrölt heldur samningar. Menn þurfa að fara að átta sig á því að penninn er öflugasta vopn í heimi sé honum rétt beitt.
Marinó G. Njálsson, 14.10.2007 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.