Auðvitað fordæma Tyrkir atkvæðagreiðsluna.
11.10.2007 | 08:03
Að sjálfsögðu fordæma Tyrkir atkvæðageiðsluna. Hverjir vilja vera sakaðir um þjóðarmorð þó þeir beri ábyrgð á þeim?
Tyrkir drápu 1,5 milljón Armena þegar þeir fluttu þá nauðungaflutningum frá heimkynnum sínum sem var í austurhluta landsins. Þar að auki þá drápust þúsundir Armena þegar þeir voru reknir út á eyðimörkina í átt að Írak, en þangað vildu Tyrkirnir að Armenarnir færu. Það eru flestir sagnfræðingar og stjórnmálafræðingar sammála um að þetta hafi verið grimmdarleg morð og mjög vel skipulögð. Það þurfti mikinn mannskap til verksins og þau tóku langan tíma. Ef þetta er ekki þjóðarmorð þá er þjóðarmorð ekki til.
Tyrkir fordæma atkvæðagreiðslu um þjóðarmorð í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er þér hjartanlega sammála. Það er engin spurning að þetta var þjóðarmorð og því eðlilegt að ef einhver aðili er með skilgreiningar á þjóðarmorðum sögunnar að þetta sé þar á meðal. Pólitískir hagsmunir mega aldrei hafa áhrif á svona skilgreiningar og er því andstaða Bush við þessa samþykkt til að minnka enn álit mitt á honum, sem þó var löngu orðið minna en ekki neitt.
Bandaríkjamenn mættu hins vegar líta sér nær í þessu tilliti. Hvað var meðferð þeirra sjálfra á frumbyggjum Ameríku annað an þjóðarmorð?
Sigurður M Grétarsson, 11.10.2007 kl. 08:51
það sem gert var við indíánana (meirihluti ættbálka þurrkaður út) var að mínu mati versta þjóðarmorð sögunnar, en það er ekki sanngjarnt að kenna nútíma bandaríkjamönnum um það, eitthvað sem átti sér stað fyrir mjög löngu síðan. Hatur hefur ekkert gott í för með sér og á þannig séð aldrei rétt á sér. Hvar væru evrópuþjóðir ef þær hefðu alltaf hatast vegna stríðanna og óhugnaðsins sem hefur viðgengist milli þeirra? En það verður að viðurkenna sannleikann og það á ekki að sýna tyrkjum neina miskunn þegar sannleikurinn um þetta þjóðarmorð verður formlega opinberaður.
halkatla, 11.10.2007 kl. 09:00
Það voru líka evrópubúar sem að þurrkuðu út indíanana, varla hægt að kalla þá Bandaríkjamenn þá. Kannski innflytjendur... já kannski var það sem gert var við Indíánanana bara innflytjendavandamál. Mætti kannski líta á það þannig. Ég meina, þetta voru bara Frakkar, Bretar og Hollendingar upp til hópa.
Pís át...
Ólinn (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 09:28
Anna Karen, það er bara svo ótrúlegt að þeir gangast ekki við þessu, ef þú talar um þjóðarmorð á armennum í tyrklandi ertu að brjóta lög og sýna "and-tyrkneska hegðun"
Það er ekki verið að kenna neinum um gamlar syndir. Ef þú sem þjóð, gerir eitthvað hræðilegt af þér og villt ekki viðurkenna það, biðjast afsökunar og taka ábyrgð á gjörðum þínum, jafnvel þó þú vitir fullvel uppáþig skömmina, ertu ábyrg, jafnvel þó það hafi verið forrennar þínir sem frömdu glæpinn.
Gunnhildur Hauksdóttir, 11.10.2007 kl. 11:05
Ég bið innilegrar afsökunar á árásum víkinga á Skotland á árumum 900 - 1000 og jafnvel seinna, er ekki með þetta alveg á hreinu en finnst rétt að biðjast afsökunar nú svo börnin mín og barnabörn geti lifa með hreina samvisku.
Hilmar Guðmundsson, 11.10.2007 kl. 11:34
Þetta snýst ekki um hatur eða refsingu. Þetta snýst um að viðurkenna gjörðirnar. Þeir sem eru núna við völd í Tyrklandi tóku engan þátt í þessum þjóðarmorðum, frekar en að Bush hafi tekið þátt í útrýmingunum á indjánunum.
Það er samt siðferðisleg skylda Tyrkja að viðurkenna morðin og biðjast afsökunar á þeim. En siðferði og Tyrkir eru eitthvað sem ekki á að nefna í sömu setningu.
Mummi Guð, 11.10.2007 kl. 11:58
Já þetta hafa verið skelfilegir atburðir og einkennilegt að í landi sem þó vill kenna sig við lýðræði séu sett lög sem nánast banna umfjöllun um þetta feimnismál! Hálf önnur milljón manns sem drepin eru, - er það ekki 25% af útrýmingarherferð nasista á Gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni?
Ekki dettur Þjóðverjum í hug að banna umfjöllun um þessa smán heldur á það að vera öllum víti til varnaðar, að ekki megi stunda pólitík þar sem lögð er nein áhersla á einhverjar öfgastefnur. Þetta gætu Tyrkir tekið sér til fyrirmyndar ætli þeir að taka á sig skyldur með því að ganga í Efnahagsbandalagið þar sem mikil áhersla er lögð á friðsamleg samskipti ríkja. Ekki er aðeins unnt að næla sér í réttindi heldur fylgja einnig ýmis konar skyldur og kvaðir sem þykja eðlilegar.
Þjóðarmorð er ekkert 20. aldar fyrirbrigði heldur hefur þjóðarmorð verið stunduð á öllum tímum í mjög mörgum löndum. Var kannski háð þjóðarmorð hérlendis við landnám norrænna víkinga hér? Torvelt er að sanna að svo sér og einnig afsanna. Mjög miklar líkur eru að svo sé. Þegar fornritin eru skoðuð má sjá ýmsar vísbendingar. Hvers vegna var Landnáma rituð? Var það kannski til að treysta eignarhald þeirra ætta sem lögðu undir sig lönd írskra frumbyggja landsins? Nokkuð traustar vísbendingar benda til að hér hafi verið Keltar alla vega undir lok 8. aldar eða um 2-3 kynslóðum áður en Ingólfur Arnarson og aðrir víkingar settust hér að með sínu fólki (mín vegna má nefna það hyski).
Öll fornöldin og miðaldir eru fjöldamorð víða í heiminum á ferðinni. Sérstaklega er ámælisvert hvernig trúarbrögð eru freklega misnotuð og þau verða að n.k. réttlæting að árásarstríðum. Ekkert lát er á því, hver er meginástæða árásarstríðs Bush í Írak?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 12.10.2007 kl. 09:46
Góður pistill Guðjón. Ég vil samt ekki telja Tyrkland til lýðræðisríkja, þó þeir vilja það.
Mummi Guð, 12.10.2007 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.