Íslandsmótið í knattspyrnu 2007. Uppskeran I. hluti.

Ég ætla að halda smá uppskeruhátíð í sambandi við knattspyrnusumarið sem var að ljúka. Ég ætla að byrja á því að birta ekki lið ársins. Það er úrvalslið þeirra leikmanna sem ollu vonbrigðum í sumar. Liðið er þannig skipað:

Markmaður: Daði Lárusson FH.

Varnarmenn: Guðmundur Sævarsson FH, Grétar Sigfinnur Sigurðarson Víking, Gunnlaugur Jónsson KR og Pétur Hafliði Marteinsson KR.

Miðjumenn: Bjarki Gunnlaugsson FH, Þórður Guðjónsson ÍA, Gunnar Kristjánsson Víking og Bjarnólfur Lárusson KR.

Sóknarmenn: Jóhann Þórhallsson KR og Grétar Ólafur Hjartarson KR.

Varamenn: Hannes Þór Halldórsson Fram, Kristján Hauksson Fram, Óðinn Árnason Fram, Allan Dyring FH, Hjálmar Þórarinsson Fram, Ingvar Ólason Fram og Igor Pesic Fram

Þjálfari: Ólafur Þórðarson Fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvernig gat Gunnar K. ollið vonbrigðum í sumar?  Ungur strákur, pressulaus og spilaði einfaldlega sinn efnilega bolta. Fékk mikla viðurkenningu þegar Eyjólfur valdi hann í landsliðið þótt það hafi vafalaust verið umdeilt val. Einnig eru lið að utan að skoða hann og hann var valinn efnilegastur hjá Víkingunum á uppskeruhátíðinni, svo ég skil ekki það val, þótt að hitt sé skiljanlegt.

Mr.LI (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 20:49

2 Smámynd: Mummi Guð

Það var pressa á Gunnari, það var Eyjólfur Sverrisson sem setti mikla pressu á Gunnar með því að velja hann í liðið og lét allra augu beinast að honum. Ég held að Eyjólfur hafi gert Gunnari bjarnargreiða með því að velja hann.

Ég hef fylgst með Gunnari í nokkur ár og veit að hann er efnilegur fótboltamaður og á eflaust eftir að komast í landsliðsklassa, en hann er ekki í honum í dag. Ég valdi Gunnar í liðið vegna þess að hann spilaði ekki eins og landsliðsmaður í knattspyrnu á að gera.

Mummi Guð, 7.10.2007 kl. 21:02

3 identicon

Frábært. +ég er ekki einn um að finnast Daði ofmetinn.

Gunnar ætti að vera stoltur að vera í þessum hópi, þó mér finnist hann ekki alveg heima þarna.

Siggi G (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband