Tveir þumlar upp fyrir Jóhönnu.
21.9.2007 | 20:32
Frábært að Jóhanna ætlar að taka þetta mál að sér enda finnst mér þessi lög mikið óréttlæti gagnvart okkur sem eru svo óheppin að eiga börn sem greindust alvarlega veikt fyrir 1. janúar 2006. Ég vona bara að hinn ágæti þingmaður Pétur Blöndal verði ekki með í ráðum við breytingum á lögunum, enda barðist hann með kjafti og klóm gegn því að lögin væru afturvirk þannig að fjölskyldur þeirra barna sem greindust fyrir 1. janúar 2005 fengu ekkert. Helstu rök Péturs fyrir því að hafa lögin ekki afturvirk voru sú að með því myndi langveikum börnum fjölga mikið!
Þegar lögin voru sett á sínum tíma þá barðist Jóhanna einmitt mikið með þeim breytingum sem Umhyggja, félag til stuðnings langveikra barna lagði til. En hún hafði því miður ekki erindi sem erfiði, en núna er hún komin í stjórn og ætlar greinilega að taka til hendinni.
Boðar frekari stuðning við fjölskyldur langveikra barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Pétur Blöndal er fífl, ekki orð um það meir.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 22:00
*hóst* *hóst* sammála *hóst* *hóst*
Mummi Guð, 22.9.2007 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.