Ekki bloggleti.
19.9.2007 | 22:45
Það er ekki bloggleti sem er ástæðan fyrir því að ég hef ekkert bloggað að undanförnu, heldur er það miklu frekar forgangsröðunin hjá mér. Huginn er búinn að vera í Rjóðrinu síðan á mánudag og ég hef reynt að nota tímann til að eyða með hinum fjölskyldumeðlimunum sem hafa þurft að sitja á hakanum, þar sem það fer svo mikil orka og tími í Hugin. Huginn kemur síðan heim á föstudaginn og þá mun lífið fara aftur í gamla farið. Annars er það að frétta að honum að hann er alltaf að sýna framfarir og ótrúlegt hvað hann er búinn að vera heilsuhraustur þrátt fyrir mikil veikindi. Þá er ég að meina að hann fær eiginlega engar pestir eða kvef.
Athugasemdir
Frábært að allt gengur vel með hann. Bara með von um að hann plummi sig vel framtíðinni.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 09:50
Gangi þér og þínum allt í haginn Mummi minn kveðja Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 20.9.2007 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.