Flott hjá strákunum og flott hjá KKÍ.
30.8.2007 | 06:50
Ekki nóg með það að þetta var magnaður sigur hjá strákunum, heldur er ég mjög sáttur við KKÍ eftir leikinn. Leikmennirnir spiluðu með nöfn sín aftan á treyjunum og ólíkt handboltalandsliðinu þá voru körfuboltastrákarnir með fornöfn sín á bakinu. Mér finnst miklu eðlilegra að til dæmis Jakob Sigurðarson sé með "JAKOB" á bakinu heldur en "SIGURDARSON". Þó það tíðkast erlendis að vera með eftirnöfn á bakinu þá heita Íslendingar ekki föðurnöfnum sínum, heldur eru þeir Sigurðarson svo dæmi sé tekið.
Íslendingar væri ekki eina þjóðin sem ekki notuðu eftirnöfn sín á treyjurnar, til dæmis eru fæstir leikmenn brasilíska landsliðsins í knattspyrnu með eftirnöfn sín á bakinu. Ronaldo heitir Ronaldo Luis Nazário de Lima og Ronaldinho heitir Ronaldo de Assís Moreira.
Flott framistaða hjá strákunum og KKÍ.
Ævintýraleg sigurkarfa Jakobs tryggði Íslendingum sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er sammála þér, það var mjög flott að sjá fornöfnin aftan á bakinu
Harpa Melsteð, 30.8.2007 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.