Flott hjá strákunum og flott hjá KKÍ.

kki.isEkki nóg með það að þetta var magnaður sigur hjá strákunum, heldur er ég mjög sáttur við KKÍ eftir leikinn. Leikmennirnir spiluðu með nöfn sín aftan á treyjunum og ólíkt handboltalandsliðinu þá voru körfuboltastrákarnir með fornöfn sín á bakinu. Mér finnst miklu eðlilegra að til dæmis Jakob Sigurðarson sé með "JAKOB" á bakinu heldur en "SIGURDARSON". Þó það tíðkast erlendis að vera með eftirnöfn á bakinu þá heita Íslendingar ekki föðurnöfnum sínum, heldur eru þeir Sigurðarson svo dæmi sé tekið.

Íslendingar væri ekki eina þjóðin sem ekki notuðu eftirnöfn sín á treyjurnar, til dæmis eru fæstir leikmenn brasilíska landsliðsins í knattspyrnu með eftirnöfn sín á bakinu. Ronaldo heitir Ronaldo Luis Nazário de Lima og Ronaldinho heitir Ronaldo de Assís Moreira.

Flott framistaða hjá strákunum og KKÍ.


mbl.is Ævintýraleg sigurkarfa Jakobs tryggði Íslendingum sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Harpa Melsteð

Ég er sammála þér, það var mjög flott að sjá fornöfnin aftan á bakinu

Harpa Melsteð, 30.8.2007 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband