Svartur blettur á íþróttinni.

Svona ofbeldisverk eiga ekki heima í íþróttaheiminum. Knattspyrna er leikur og list og þeir sem stunda hana eiga að spila hana af ástríðu og gleði. Þetta ofbeldisverk er allt það sem knattspyrna á ekki að snúast um, þetta er svartur blettur á íþróttinni. 

Ég legg til að umræddur leikmaður, Davíð Smári Helenarson (þekktur sem Davíð Fazmo) verði sendur í lyfjapróf. Ég er nokkuð viss um að hann muni ekki standa prófið, enda þekktur ofbeldismaður. Hann komst í fréttirnar þegar hann réðist á Eið Smári í miðbæ Reykjavíkur. Hann réðst á hann bara til að geta sagt frá því að hann hafði lamið frægan fótboltamann. Það að hann spilar með liði Dinamo Gym 80 segir líklega mikið um á hvaða lyfjum hann er á. Þá komst hann líka í fréttir í janúar í fyrra þegar hann gekk í skrokk á Sveppa af tilefnislausu, ástæðan fyrir þeirri árás sagði hann að Sveppi hafi verið með stjörnustæla við sig!

Það sem mér finnst skelfilegt er að þó að Davíð Smári hafi ritað afsökunarbeiðni til mótherja, samherja og dómarans þá reynir hann að réttlæta gjörðir sínar. Ég legg til að Davíð Smári verði sendur í lyfjapróf og síðan dæmdur í ævilangt bann frá keppni í íþróttum. Síðan að mál hans fari eðlilega leið í dómskerfinu.


mbl.is Réðst að dómara í fótboltaleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki ber hann mikinn þroska, os sannaði það sig á heimasíðu DINAMOGYM80 þar sem menn skrifuðu hversu illa þroskaður og hömlulaus hann væri. og þá svarar hann með því að fá menn í einvígi og kljá þetta út með slagsmálum. hálviti er hann og vonandi taka þeir sem hafa orðið fyrir meiðslum hans og kæra í botn.

jameson (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband