Öruggur sigur hjá mínum mönnum.
11.8.2007 | 22:18
Crystal Palace vann fyrsta leik tímabilsins 1-4 gegn Southampton í dag og að sjálfsögðu er ég í skýjunum. Ég er einn af þessum furðufuglum sem halda ekki með tískuliðunum í ensku deildunum, Arsenal, Liverpool eða Manchester United. Ég styð Crystal Palace og hélt lengi vel að ég væri eini stuðningsmaður Palace á Íslandi, en núna hef ég kynnst fleirum Palace-mönnum og höfum við myndað frábæran hóp og höldum meðal annars út heimasíðu.
Fyrir ykkur sem viljið njóta flottasta stuðningsmannalag í enskri knattspyrnu, þá skelli ég inn myndbandi af stuðningsmannalagi Palace, Glad All Over með Dave Clark Five.
Athugasemdir
Flottur Mummi já er þetta C.P lagið ég er svo aldeilis hlessa hehehe Gangi þér allt í haginn með þína menn í vetur.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 12.8.2007 kl. 07:20
Þegar ég var lítil fannst mér skemmtilegt að fletta í gegnum fótboltamyndir bræðra minna. Þá þótti mér Crystal Palace alltaf rosalega flott nafn. Ekki samt nógu flott til að gera mig að aðdáanda. Ég var líklega átta eða níu ára og ég fór að halda með Arsenal af því að mér fannst treyjurnar þeirra langflottastar. Það var ekki vegna tískustrauma enda Arsenal ekki sérlega góðir á þeim tíma. Ég hef hins vegar haldið tryggð við þá síðan og ég er ennþá hrifin af treyjunni þeirra.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 12.8.2007 kl. 19:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.