Ný skoðunarkönnun.
7.8.2007 | 17:37
Ég var að setja inn nýja skoðunarkönnun og þar er spurt hvort þið eru búin að kolefnisjafna bílinn ykkar.
Í síðustu könnun var spurt hver væri markahæsti leikmaður Crystal Palace frá upphafi. 106 svöruðu könnununni og er ég djúpt snortinn yfir því hversu margir þekkja sögu Crystal Palace. 66% svöruðu rétt og sögðu að Peter Simpson væri markahæsti leikmaðurinn. Simpson skoraði 154 deildarmörk og 12 bikarmörk fyrir Palace á árunum 1930-1936. Hann skoraði þessi 166 mörk í 195 leikjum. Simpson er líka sá leikmaður sem hefur skorað flest deildarmörk fyrir Palace á einu tímabili en hann skoraði 46 mörk tímabilið 1930-1931. Þá hefur enginn leikmaður gert eins margar þrennur fyrir Crystal Palace en Simpson skoraði 18 þrennur.
Aðrir sem fengu atkvæði í könnunni voru O.J. Simpson með 14,2%, 11,3% héldu að Hómer Simpson væri sá markahæsti og 8,5% nefndu Jessicu Simpson.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.