Játning.
6.8.2007 | 23:50
Ég verð að gera eina játningu hér á blogginu, þar sem enginn klukkaði mig þá kem ég bara með játninguna fyrir mig. Þannig er að ég forfallinn krembrauðsfíkill. Ég veit það eru ekki margir sem borða Krembrauð frá Freyju, en mikið svakalega er það gott. Ég man þegar ég var lítill að fá fékk ég stundum krembrauð, en þá voru aðrir tímar en núna. Innflutningur á sælgæti var bannaður á öllu sælgæti nema Prins Póló og við urðum að gera okkur íslenska framleiðslu að góðu. Þá var ekki byrjað að framleiða Djúpur og Freyjudraum þannig að úrvalið var ekki mikið. Fyrir nokkrum árum kynntist ég krembrauði aftur fyrir tilviljun og hef borðað það reglulega síðan. Það er stór galli við krembrauðið það er hvað það endist stutt og verður fljótt vont. Ég var búinn að fá mig fullsaddann af því að kaupa krembrauð sem stóðst ekki væntingar mínar, þá datt mér snjallræði í hug. Ég kaupi krembrauðið alltaf í sömu búðinni, þá veit ég að það er hreyfing á því og það verður ekki gamalt. Síðan ég byrjaði að gera þetta þá hef ég alltaf fengið nýtt og gott krembrauð. Fyrir ykkur sem viljið kaupa nýtt og gott krembrauð sem stenst mínar væntingar, þá versla ég alltaf mitt krembrauð í Samkaup Strax á Hringbrautinni í Keflavík.
Athugasemdir
Mummi, það er skrambi langt gengið að þurfa að bruna til Keflavíkur til að fá sér krembrauð.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 7.8.2007 kl. 00:41
Ég elska krembrauð líka en það er ekki mikið selt af því í Kanada. Ef þú kemur einhvern tímann á vesturströndina máttu alveg taka með þér nokkur stykki! Og lakkrís!
Kristín M. Jóhannsdóttir, 7.8.2007 kl. 06:21
Mmmm... nú verð ég ekki í rónni fyrr en ég fæ krembrauð. Takk fyrir það
Jóna Á. Gísladóttir, 8.8.2007 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.