Hvenær verður bíómyndin gerð?

Núna þegar Lúkas er kominn heim þá hljóta menn að vera farnir að hugsa um að gera bíómynd um hundinn og ævintýri hans. Það er ekki langt síðan að köttur týndist á Holtavörðuheiðinni og það var gerð bók um ævintýri hans og hvað hann upplifði á meðan hann var týndur. Þá er bara spurning hver eigi að leika hundinn. Ég legg til að Steve Buscemi leiki strákinn sem var sakaður ranglega um að drepa Lúkas.


mbl.is Lúkas kominn heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafið þið spáð í það hvað myndi gerast ef einhver myndi segja að þessi tiltekni drengur, sem ég þori ekki að segja nafnið á af ótta við lögregluaðgerðir, væri viðloðandi Saving Iceland hópinn og hafi sést hlekkjaður við byggingar með spreybrúsa úr áli í hönd.

Og að það eigi að vera til myndband af því.

Þá væri nú gaman að fylgjast með lýðnum.

Birkir (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 16:22

2 identicon

Missti ég af einhverju? Er þetta sami Lúkas og spjallaði við guð í Lúkasarguðspjalli?

Friðjón (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 16:36

3 identicon

Sennilega er það rétt...

Hvati (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 16:41

4 identicon

Er ekki rétt að sama liðið og grenjaði meint örlög kvikindisins yfir kertaljósi taki sig nú til og blási til upprisuhátíðar og bjóði þjóðinni í partí fyrir að þurfa að sitja undir þessum fáránlega móðursýkisfarsa undanfarnar vikur???

Hundaeigendahatari (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 16:42

5 identicon

Ég er mjög ánægð með að Lúkas litli sé komin heim ,!
En hvernig dirfistu hundaeigendahatari að kalla hann kvikindi !
hundarnir okkar eru okkur jafn kærir og börnin okkar! og ef að þú hefur eithvað á móti því að við viljum stoppa dýraníðslu þá veit ég ekki hvað hafi gerst fyrir þig, allavegana eithvað alvarlegt! Það var ekki endilega verið að gráta hann á kertavökuni eða jú líka en aukþess var fólk ofboðslega sárt yfir því hvernig fór fyrir honum og það hefði alveg eins geta farið fyrir okkar hundi !

en sem betur fer er þetta ekkki satt og ég vil ekki heyra að einhver tali ílla um nýju hetjuna okkar !

Lúkas lengi lifi!!

hundaeigandi ! (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 16:56

6 Smámynd: Steinar Örn

"...hundarnir okkar eru okkur jafn kærir og börnin okkar!..."

Ég vona að þú eigir þá ekki mörg börn ef þú elskar þau ekki meira en dýr.

"...aukþess var fólk ofboðslega sárt yfir því hvernig fór fyrir honum..."

En það er einmitt málið að fólk vissi ekkert hvernig fór fyrir honum. Eina sem var vitað með vissu að hundurinn strauk og vægast sagt óáreiðanlegur orðrómur um misþyrmingu.

Steinar Örn, 24.7.2007 kl. 09:20

7 Smámynd: Fjóla Æ.

Ég hjó eftir því í fréttum í gær að eigandi Lúkasar væri í fríi erlendis. Allt gott um það að segja en...

Þessi hundur er að hennar sögn eins og barnið hennar og það sem slær mig er að hún var erlendis í fríi á meðan "barnið" hennar var tínt og villt uppi í fjalli. Er þetta ekki ákveðin hræsni? Bara smá vangaveltur.

Fjóla Æ., 24.7.2007 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband