Af hverju er aukning á umferðarlagabrotum?

Ég held að ástæðan fyrir mikilli fjölgun umferðarlagabrotum sé ekki af því að Íslendingar séu ólöghlýðnari en áður, heldur frekar vegna stóraukins eftirlits lögreglunnar.


mbl.is Umferðarlagabrotum fjölgar; mikil aukning á hraðakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eruð þið nú viss um að ástæðan sé stóraukið eftirlit lögreglu? Það er nú ekki erfitt að staðsetja lögreglubíl við götu/veg þar sem enginn fer eftir hámarkshraða og hala þar inn tugi á hverjum degi. Gæti þetta verið meðvituð stefna til að sýna fram á ágæti lögreglunnar. Er lögreglan sýnilegri en hún var eða er bara lögreglustjórinn sýnilegri? Hefur lögreglumönnum eitthvað fjölgað? Akstur á rauðu stendur í stað miðað við árið 2006 og helmingi færri en 2005. Stóraukið eftirlit? Fíkniefnamálum fækkar verulega. Stóraukið eftirlit eða eruð þið farin að trúa áróðursbragði yfirstjórnarinnar? Sjá skýrsluna :http://www.logreglan.is/upload/files/J%FAn%ED%202007.pdf

nn (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 00:27

2 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Prófið að ganga nokkrum sinnum yfir gangbrautina þar sem Skothúsvegur mætir Hólavallakirkjugarði. Þið munuð sjá að einungis um það bil einn af hverjum tíu ökumönnum mun stöðva. Ef þið gerið ykkur líklega til að ganga í veg fyrir bíl þá munuð þið sjá ökumenn steyta hnefann.

Elías Halldór Ágústsson, 19.7.2007 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband