Af líffæraígræðslum.

HuginnHeidarÍ dag var umfjöllun í Fréttablaðinu um líffæraígræðslur og biðina eftir að fá nýtt líffæri. Þetta mál er mér hjartans mál þar sem sonur minn gekkst undir lifrarígræðslu tæplega 6 mánaðar gamall. Núna er rúm tvö ár liðin frá því aðgerðin var gerð og hefur nýja lifrin virkað fullkomlega, en því miður fékk Huginn lungnasjúkdóm eftir aðgerðina og er hann enn að berjast við þann sjúkdóm.

Ég og Fjólan mín vorum sammála þegar Fréttablaðið hafði samband við okkur og bað okkur um að segja hvað okkur finndist um líffæraígræðslur og sérstaklega hinn litla vilja Íslendinga til að gefa líffæri. Á síðasta ári voru tekin líffæri úr 6 látnum Íslendingum, sem er skelfilega lág tala. Hún er svo lág að hún gerir Ísland að því landi sem gefa einna fæst líffæri í allri Evrópu og erum við þar í hópi með þjóðum eins og Rúmeníu og Albaníu. Hvernig stendur á því að svona vel upplýst þjóð vilji ekki gefa líffæri? Ég held að ástæðan sé fyrst og fremst vegna þess að við hugsum ekki um þessi mál og þegar kemur að þeim degi að við þurfum að taka svona ákvörðun þá erum við ekki í stakk búin til þess. Ef ég væri ekki búin að hugsa þessi mál og ég myndi missa barn, þá Þætti mér það mikill dónaskapur og mikil svívirða að biðja mig um að taka líffæri úr því.

Þess vegna segi ég. Hugsið um þessi mál og takið ákvörðun strax, það er alltaf hægt að breyta henni síðar. Hugsið um það að ef þið eigið barn sem myndi deyja, væru þið tilbúin að gefa líffæri úr því. Ef svarið er nei, en ef eitthvað kæmi upp hjá barninu og það þyrfti nýtt líffæri, myndu þið þiggja það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Ég vil gefa mín ef ég er dauð eða heiladauð. Þar hafið þið það skriflegt.

Halla Rut , 15.7.2007 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband