Reitt ungt fólk.

Voðalega er þetta fólk reitt út í lífið. Í stað þess að njóta lífsins og koma sínum málstað á framfæri með eðlilegum hætti. Þá ráðast þau á saklausa íbúa og lögregluna. Hverju heldur fólk að það geti fengið fram með illu? Þau fá nákvæmlega ekkert með illu, nema slæma umfjöllun sem skaðar málstaðinn. Ef þetta fólk vill breyta einhverju þá verða þau að nota aðrar aðferðir en að loka götum, vera með ólæti og ráðast á lögregluna


mbl.is Mótmælendur Saving Iceland loka Snorrabraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert nú eitthvað bilaður!

Þessir krakkar voru einmitt ekkert reiðir heldur þvert á móti. Þeir voru bara að skemmta sér, sungu og dönsuðu en löggufíflin klúðruðu þessu eins og venjulega.

Stoppuðu þá á miðri Snorrabrautinni þannig að löng röð myndaðist og beittu síðan ofbeldi þegar pirringurinn í þeim fór yfir suðupunkt.

Hvernig væri nú að hætta að mæra þetta lögregluofbeldi sem hvað eftir annað kemur upp á og láta lögguna svara til saka?

Er hún með einhvern frípassa til að beita fólki ofbeldi?

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 20:12

2 Smámynd: Helgi Sveinbjörn Jóhannsson

Ég veit ekki annað Torfi en að það þurfi leyfi fyrir svona aðgerðum eins og græningjarnir stóðu fyrir í dag. Og lögreglan gerir það sem að hún þarf að gera, og eins og var sagt frá í fréttinni ''AÐ SÖGN SJÓNARVOTTA'' það er ekki alltaf hægt að treysta orðrómi götunnar.

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson, 14.7.2007 kl. 20:35

3 identicon

Jón Frímann, er ekki í lagi með þig???? "Á að mótmæla í leyfisleysi og helst með miklum látum"????

Hvaða árangri næði það?

Og Torfi: þau voru bara að skemmta sér, syngja og tralla?? Ókei, ef ég tæki upp á því að bjóða til partís á alþingislóðinni eða austurvelli eða á laugardalsvelli eða á Ingólfstorgi eða hvar sem er... á það að vera í lagi? Og ef lögreglan kæmi og bæði mig og mína að fara af staðnum, ætti ég þá ekki að hlýða þeim? Eða ætti ég sem glaður ungur einstaklingur að halda áfram að skemmta mér? 

Jón og Torfi, takið bara Gay Pride gönguna sem dæmi. Þar eru öll leyfi komin fyrirfram og um 40.000 manns taka þátt í gleðinni. Þetta er um leið mikilvæg réttindabarátta fyrir samkynhneigða. Af hverju geta Saving Iceland ekki staðið fyrir slíkri göngu og auglýst og peppað upp í stað þess að gera eitthvað sem ekki var leyfi fyrir?

hefur saving iceland prófað að halda svona göngur?

Hvað er næst? 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 23:08

4 Smámynd: Mummi Guð

Sammála þér Doddi.

Gay Pride gangan er einmitt gott dæmi um friðsamleg mótmæli. Málsstaðurinn fær mjög jákvæða umfjöllun og ég held að Gay Pride gangan hafi haft mikil og góð áhrif í réttindabaráttu samkynhneigðra.

Mummi Guð, 14.7.2007 kl. 23:36

5 Smámynd: halkatla

Mummi Guð ég held að þú sért nú dáldið ruglaður sjálfur, þessi stóru orð þín virka frekar kaldhæðnisleg.... ertu ekki bara að grínast í okkur?

halkatla, 15.7.2007 kl. 01:07

6 Smámynd: Mummi Guð

Anna Karen, hvaða stóru orð eru það sem ég lét falla sem fara svona í taugarnar á þér?

Mummi Guð, 15.7.2007 kl. 09:10

7 identicon

Merkilegt hvernig sumt fólk eins og Anna Karen gerir. það fer inn á bloggsíður fólks og hellir sér yfir það og þegar þú svarar fyrir þig með einfaldri spurningu þá svarar það ekki til baka.

Anna Karen talar um að þú sért ruglaður og ekki hægt að taka mark á þér. Ég skil ekki þessi orð hennar miðað við hvað aðrir láta á bloggið sitt og hún samþykkir það sem þeir segja. En hún er víst merkilegri en það að geta svarað fyrir sig.

Gunnar (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband