Af alþjóðlegum viðskiptum.
13.7.2007 | 22:39
Ég hef verið þekktur fyrir ýmislegt annað en að stunda alþjóðleg viðskipti. Ég hef reyndar verið að kaupa dvd myndir og fótbolta treyjur á netinu, en lítið annað. En í vor fengum við styrk til bílakaupa og ákváðum í stað þess að kaupa bíl á almennum markaði, að kaupa bíl í Bandaríkjunum og fluttum hann til landsins. Við vorum mjög heppin með bílinn og hvernig viðskiptin gengu fyrir sig, og trúum við því að með því að kaupa bílinn í gegnum Shopusa.is þá spöruðum við okkur um eina milljón króna og það munar um minna. Ég bloggaði um viðskiptin og það er hægt að lesa um þau hér.
Ekki nóg með að ég keypti bílinn í Bandaríkjunum heldur þurfti ég að selja gamla bílinn minn og í dag seldi ég hann og ég seldi hann til Danmerkur. Ég þarf reyndar ekki að standa í því að senda bílinn út, heldur afhenti ég bílinn í Hafnarfirði eftir að hafa fengið staðfestingu frá Danmörku um að búið væri að borga bílinn.
Í dag sótti ég líka Benzann minn og fékk nýsprautaðan og flottan bíl. Ekki amalegt að fá bílinn nýsprautaðann vegna þess að það þurfti að skipta um startara í honum. Ég fékk líka flottan reikning, hann var ekki flottur fyrir mig heldur frekar fyrir bókarann hjá Ræsi. Ég spurði hvort ég væri að borga sprautninguna líka, en svo var ekki -var mér sagt. En þrátt fyrir allt þá var föstudagurinn þrettándi ágætur dagur.
Athugasemdir
Hey, þú gleymir að segja frá hvað kom fyrir bílinn hjá þeim. Þú vonandi spurðir ha?
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 22:47
Stundum er betra að segja sögu án enda, en með ómerkilegum enda. Það sem gerðist var það að bíllinn var settur á lyftu og þegar það var verið að láta hann síga þá var farþegahurðin opin og hún fór utan í einhvern hlut sem dældaði hurðina og rispaði hana.
Og til að klára söguna þá fékk ég bílinn í sama lit. Fagur rauðan.
Mummi Guð, 17.7.2007 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.