Þarf að sprauta bílinn til að laga startarann?

Litli Benzinn minn er bilaður. Hann vildi ekki starta og ef ég ætlaði að fara eitthvað á honum þá þurfti ég að ýta bílnum í gang. Auðvitað gengur það ekki til lengdar og ég fór með bílinn á verkstæði, en þar ræður ríkjum eigandinn sem er reddar öllum hlutum eins og ekkert sé. En aldrei þessu líkt þá gat hann ekkert gert fyrir mig, þar sem að það þarf að taka vélina úr bílnum til að komast í startarann. Ég fór þá með bílinn í Ræsi sem er verkstæði sem sérhæfir sig í Benz-bílum. Ætli það sé ekki lítið að gera á verkstæðinu hjá Ræsi, þar sem við vitum allir að Benzar bila sjaldan.

Allt í lagi með það. Ég átti von á að Benzinn yrði tilbúinn í gær og þegar ekki var búið að hringja í mig í morgun þá hringdi ég í Ræsi til að forvitnast um bílinn og fékk það svar að þeir ætluðuð að athuga með bílinn og hringja síðan í mig aftur. Þegar ekki var búið að hafa samband við mig um 3 leytið þá hringdi ég aftur í Ræsi. Eftir að ég sagði hver ég væri varð starfsmaðurinn skömmustulegur og sagði að búið væri að gera við bílinn en það væri verið að sprauta hann núna! Sprauta hann? Ég varð eðlilega eitt spurningamerki. Þá sagði starfsmaðurinn að það hefði orðið óhapp á verkstæðinu og það væri verið að laga bílinn og hann væri í sprautningu.

Ég get alveg sagt ykkur að þetta var eitthvað sem ég átti ekki von á og gat ekki annað brosað á meðan starfsmaðurinn var að afsaka sig. Núna bíð ég spenntur eftir að fá bílinn aftur og fá að vita hvað gerðist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Mummi u lucky devil.Fá bara sprautun frítt já svona vinnur guð stundum og þá á gamla bensinum um helgina eins og nýr bíll og ekki skemmir nú að Keflavík er komið áfram í bikar,hver veit kannski dragast þeir saman með ÍA og á heimavelli,það væri sko eitthvað fyrir minn smekk bestu kveðjur Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 12.7.2007 kl. 21:02

2 Smámynd: Fjóla Æ.

Það er spes að fá nýsprautaðan bíl úr startara viðgerð. Vona bara að þeir sprauti bílinn ekki grænan.

Fjóla Æ., 12.7.2007 kl. 21:42

3 identicon

Wwwahahahaha þú ert að grínast!!! Nei svona í alvöru??? Já það verður spennandi að fá að vita hvað gerðist þarna hjá þeim en eins og Fjóla segir þá vona ég að hann haldi sama litnum

Berglind (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 23:05

4 identicon

hahahahhaha,,,,,,,,, þetta er æðislegt, er búin að hlæja mikið.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband