Er Tinni kynþáttahatari?
12.7.2007 | 20:29
Ég trúi ekki að það sé verið að reyna að banna Tinna bækurnar og saka Hergé, Tinna og félaga um kynþáttafordóma. Ef það þykir ástæða að banna Tinna þá ætti að banna flestar bækur sem gefnar hafa verið út.
Ég legg til að stofnaður verður stuðningshópur sem hefur það að markmiði að verja Tinna fyrir illum öflum. Ég vil nefnilega að börnin mín fái að kynnast Tinna og Tobba, Kolbein Kaftein, Skafta og Skapta, Jósef, prófessor Vandráð og að sjálfsögðu Valíu Veinólínu og öllum þeim persónum sem komu fram í bókunum.
Tinni í Kongó of fordómafullur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
nei tinni er sko ekki kynþátta hatari ,voðalegt rugl í þessu fólki sem er að reyna að banna hann,það er eitthvað bilað
kaptein ÍSLAND, 12.7.2007 kl. 20:36
já þetta er það ,jamm hann átti asiskan vin í einni bókinni .Já þetta er allveg fáranlegt hvað sumum dettur eitthvað rugl í hug og sérstaka við eitthverjar barna bækur ,mánakisi er allveg gáttaður á þessu
kaptein ÍSLAND, 13.7.2007 kl. 09:46
Á ekki að banna Andrés Önd líka ? Jóakim gerir lítið úr Andrési og hann lætur Andrés þræla fyrir skítlaun ! hvar er réttlætið ! bönnum Andrés Önd ! alveg gæti ég gubbað yfir forræðishyggjupakk *pirr*
Sævar Einarsson, 13.7.2007 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.