07.07.07

Eitt af því sem á erfitt með að skilja er þessi dýrkun á að gifta sig á flottri dagsetningu. Mér finnst þetta ekki flott, mér finnst þetta frekar ófrumlegt. Mér dettur í hug eftir nokkur ár þegar spurt verður brúðkaupsdaginn og brúðhjónin sem segja það, þá verði svarið. Ó já eru þið ein af þeim. Af hverju er fólk að reyna að finna flotta dagsetningu, er það til að þau gleymi ekki deginum? ég bara spyr.

Mér finnst það hið besta mál þegar fólk leitar að sérstakri dagsetningu fyrir brúðkaupið, en mér finnst það hallærislegt að það sé verið að leita að "flottri dagsetningu". Þegar ég meina sérstök dagsetning þá er ég meina kannski fæðingardagur barnsins, dagur sem þau kynntust eða einhver annar dagur sem sérstaka þýðingu fyrir parið, eins geta það verið dagar eins og 17. júní. En ekki 07.07.07.

Núna er ég væntanlega búinn að særa nokkur brúðhjón sem eru núna að vakna eftir brúðkaupsnóttina og er að lesa bloggið mitt. En þetta er bara mín skoðun. Núna væri gaman að vita hvaða dagsetning verði næsta tískubrúðkaupsdagur og ég ætla að giska á það verði 7. september 2013, það er ekki amarlegt að giftast á 7-9-13. Ef þessi dagur verður fljótlega upppantaður hjá prestum landsins, þá er bara um að gera að skella sér til Ameríku og gifta sig 9. júlí sama ár og fá sömu dagsetningu 7-9-13.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband