Ótrúleg upphæð.

Peningaupphæðirnar sem eru í fótboltanum núorðið eru hærri en nokkur meðalmaður getur skilið. En þessi upphæð er gjörsamlega óskiljanleg. Af hverju er West Ham að borga tveim milljónum pundum meira en Liverpool gerði fyrir ári síðan? Ekki er það vegna þess að hann stóð sig svo vel hjá Liverpool. Hans verður minnst hjá Liverpool fyrir hvernig hann mundaði golfkylfuna í æfingaferðinni í Portúgal og að Liverpool skyldi selja hann með hagnaði.

Hvað West Ham er að pæla með því að kaupa Bellamy skil ég ekki og það fyrir þessa upphæð, mér finnst þetta vera verri kaup en þegar Newcastle keypti Joey Barton og þá er mikið sagt. En ég er enginn framkvæmdastjóri hjá ensku liði og eigum við ekki að vona að þeir sem stjórna þessum liðum vita hvað þeir eru að gera.


mbl.is Bellamy til West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af því að Liverpool keyptu hann á "útsöluprís" (6m punda) á sl. tímabili sem var í samningi hans við Blackburn.  Hann er án efa allavega 8m punda virði og því skiljanlegt að hann fari á því verði.  Samt er ég ósáttur við söluna á kauða.

eikifr (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 21:33

2 Smámynd: Mummi Guð

Ég efast ekki um knattspyrnuhæfileika Bellamy, en ég tel hann ekki góðan fjárfestingakost vegna hegðunar sinnar utanvallar. Þar er komin samlíking mín á milli Bellamy og Barton.

Verðið á Bent er álíka út í hött, sérstaklega þegar þessi verð eru borin saman við kaup Barcelona á Henry.

Mummi Guð, 8.7.2007 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband