Breytingar hjá NATO?

Ég sem hélt að NATO gerðu ekki mistök, en alltaf heyri ég eitthvað nýtt. Það hefði nú verið stórfurðulegt ef NATO hefðu ekki viðurkennd þessi mistök þar sem 90 saklausir borgarar hafa dáið af völdum hermanna NATO á undanförnum dögum. Það sem af er þessu ári hafa fleiri saklausir borgarar dáið í Afganistan af völdum hermanna NATO en af völdum uppreisnarmanna.


mbl.is NATO viðurkennir mistök í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Þær eru alltaf dálítið sérkennilegar fréttirnar frá Afganistan.  Fyrst kemur fréttatilkynning frá NATO um vel heppnaða árás á Talibana.  20 - 30 háttsettir Talibanar hafa verið felldir.  Næst kemur fréttatilkynning frá "stjórnvöldum" í Afganistan þar sem árásir á óbreytta borgara eru fordæmdar.  Seint og síðarmeir kemur fréttatilkynning frá NATO þar sem fall óbreyttra borgara er harmað og mistök viðurkennd. 

Jens Guð, 27.6.2007 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband