Er þetta viðunandi?
13.6.2007 | 12:31
Það er ekki hægt að segja að þetta sé góður árangur. Ísland situr núna í 109 sæti ásamt Azerbadijan. Listinn er mjög forvitnilegur og má sjá á honum mörg landslið sem eru ofar en Ísland á listanum en samt teljum við þessi lönd standa Íslandi langt að baki í knattspyrnunni. Lönd eins og Botswana, Gabon, Benin, St. Vincent, Equatorial Guinea, Bahrain, Mozambik, Haiti, Zimbabve, Jordanía. Qatar, Kýpur, Grænhöfðaeyjar, Oman, Burkina Faso, Zambia og Uzbekistan. Ég hálf partinn skammast mín fyrir það að Ísland sé lélegra í fótbolta en þessi lönd og þrátt fyrir að Geir Þorsteinsson segi að þessi listi skiptir engu máli, þá gerir hann það eða gerir hann það bara þegar Ísland er ofarlega á listanum?
Kíkjum á annað, það er hversu mikið Ísland hefur fallið á listanum síðan Guðjón Þórðar hætti með liðið.
1999: 43 sæti.
2000: 50 sæti.
2001: 52 sæti.
2002: 58 sæti.
2003: 58 sæti.
2004: 93 sæti.
2005: 94 sæti.
2006: 93 sæti.
2007: 109 sæti.
Er þetta viðunandi?
Ísland í 109. sæti á FIFA listanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.