Lífið án fjarstýringar.
12.6.2007 | 23:12
Við lentum í þeirri skelfilegri lífsreynslu í gærkvöldi að fjarstýring fyrir sjónvarpið drukknaði í kók-fljóti. Við það hætti fjarstýringin að virka og við þurftum að horfa á sjónvarpið án þess að vera á stöðugu flakki á milli stöðva. Þegar ég vaknaði í morgun var mitt fyrsta verk að athuga með fjarstýringu, batteríið var sett í og jú hún virkaði. Nema það að það eina sem hún gerði var að kveikja og slökkva á sjónvarpinu aftur og aftur. Það er lítið gaman að horfa á sjónvarpið þannig, svo að nú þurfti að leggja höfðið í bleyti. Fjarstýringar nú til dags eru einnota svo ekki var hægt að taka hana í sundur. Þar sem ég úrskurðaði að fjarstýringin væri ónýt þá var í lagi að gera það eitthvað óhefðbundið til að reyna að bjarga henni. Það varð úr að fjarstýring fór í heita sturtu og síðan í þurrkun á heitum ofni og viti menn í kvöld virkaði fjarstýringin fullkomlega og við erum búin að vera á stöðugu rása flakki við að reyna að vinna upp gærkvöldið.
Boðskapurinn á þessari sögu er:
1. Ekki hella kóki yfir sjónvarpsfjarstýringuna.
2. Ekki missa tökin á þér þó fjarstýringin sé biluð.
3. Láttu konuna sjá um að bjarga fjarstýringunni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.