Ég hef verkefni handa henni.
11.6.2007 | 23:39
Mér líst ágætlega á Hönnu Katrínu sem aðstoðarmann Guðlaugs Þórs. Ég hef reyndar smá verkefni handa henni, það er að taka aðeins til á sjúkrahúsinu í Keflavík og vil ég benda henni á heimasíðu sonar míns sem er langveikt barn og fær enga þjónustu frá þeirri stofnun, þrátt fyrir að eiga allan rétt á því.
Hanna Katrín Friðriksson aðstoðarmaður heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Komdu sæll. Var að lesa síðuna um fallega dreginn þinn. Þótt börn okkar séu á ólíkann hátt fötluð þá veit ég hvað þú ert að ganga í gengum. Eins og hjá mér og minni fjölskyldu þá hafa verið brotin á ykkur lög. sjá blogg mitt: http://blogg.visir.is/hallarut/k%c3%a6ru-brefi%c3%b0/
Það er nú bara þannig að þegar maður þarf að berjast við fötlun eða sjúkdóm hjá barninu sínu og sama tíma vinna fyrir heimilinu og vera í hinni ausandi veröld þá hefur maður bara enga orku til að berjast við fólk. Afhverju þarf maður þess? Þetta á ekki að vera svona og mig langar svo að breyta þessu. Og kannski geri ég það.
Ef ykkur vantar að komast út eina kvöldstund þá býð ég mig fram.
Halla Rut , 12.6.2007 kl. 03:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.