Skammist ykkar.

Þvílík niðurlæging. Ég hef aldrei séð annað eins og ég vil ekki sjá svona hluti aftur. Liðið var gjörsamlega áhugalaust og leyfðu Svíunum að ganga yfir sig. Auðvitað bera leikmennirnir mikla ábyrgð og þeir stóðu ekki undir henni. Ég tel þjálfarann bera mestu ábyrgðina í þessum leikjum. Hann valdi liðið og hann á að velja besta liðið og hann á að sjá til þess að leikmennirnir komi vel tilbúnir í leikinn og það hefur klikkað. Jackie Charlton sá ágæti þjálfari sagði þegar hann var spurður hvernig hann færi að því að láta leikmennina koma svona tilbúna í alla leiki og hann svaraði að þeir leikmenn sem eru ekki tilbúnir að gefa allt í leikina þeir eru ekki valdir í liðið. Þarna hefur Eyjólfur klikkað illilega, annað hvort er hann að velja leikmenn sem hafa engann áhuga á að spila fyrir Ísland eða þá að hann nær ekki að byggja upp stemninguna fyrir leiki. Ef Eyjólfur fer ekki að geta stjórnað liðinu eins og þjálfari þá á hann hætta.

Ég legg til að KSÍ fari að ganga aðeins á sjóðinn sinn og ráði heimsklassa þjálfara ( Capello og Lippi eru á lausu ). Mér finnst fáránlegt að á meðan íslensk knattspyrna sé að grotna niður þá stækka bankainnistæða KSÍ um svo háar upphæðir að ég skil það ekki. Það er gott mál að græða, en það má ekki koma niður á íþróttinni og það er að gera það núna.


mbl.is Íslendingar sáu aldrei til sólar í fimm marka tapleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband