Vonbrigði.
2.6.2007 | 19:48
Þvílík vonbrigði að tapa fyrir Liechtenstein sem er lítið betra en þokkalegt firmalið. Ég kalla þetta tap þar sem við töpuðum 2 stigum. Það var lítið sem gladdi augað í leiknum. Brynjar Björn, Árni Gautur og Matthías voru skástir. Ég veit ekki hvað Veigar Páll var að gera en ég hef alltaf haft mætur á honum þannig að frammistaða hans voru mikil vonbrigði fyrir mig og ótrúlegt að Jolli skyldi leyfa honum að vera inn á í 72 mínútur. Það eina sem gladdi mig var frammistaða Birkis og Theódórs en þeir áttu mjög góða innkomu. Gula spjaldið hjá Eið sagði allt um frammistöðu hans, þó hann segir að hann hafi ekkert sagt við dómarann og Liechtensteinar hefðu vælt í dómaranum um að gefa honum spjald þá var þetta réttilega gult spjald.
Mikið vorkenni ég KR-ingum, bæði félagslið þeirra og landslið geta ekki baun, en ég er Keflvíkingur og get verið stoltur að mínu félagsliði!
Jafntefli gegn Liechtenstein og Eiður í leikbann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.