Hið besta mál.
1.6.2007 | 19:46
Fyrst þegar ég heyrði fréttir af þessu fyrirhugaða banni sem er tekið í gildi, fannst mér það fáránlegt og vera dæmt til að mistakast. En því meir sem ég hugsa um það þeim mun sniðugra finnst mér það og eftir nokkur ár mun fólk finnast það fáránlegt að leyft hafi verið að reykja á veitingastöðum til ársins 2007.
Ég man nefnilega þá tíð þegar ég fór í banka um það leyti sem ég var að fara fyrst á vinnumarkaðinn, þá þótti eðlilegt að fólk væri að reykja á meðan það væri verið að bíða eftir afgreiðslu og seinni partinn á föstudögum þá var ekki líft í bönkum fyrir tóbaksmengun. Á þeim tíma var líka eðlilegt að inni í matvöruverslunum voru hundar hlaupandi um á meðan eigandinn var að velja í kvöldmatinn. Sem betur fer tíðkast þetta ekki lengur.
Ég held að breytingarnar í dag sé enn ein framþróunin í að vernda saklausa fyrir skaðsemi tóbaksins.
Hvað mega veitingamenn gera fyrir reykingamenn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.