Er þetta rétt?
28.5.2007 | 12:23
Mér finnst öll mismunun röng. Þá skiptir ekki máli hvort hún heitir jákvæð mismunun eða eitthvað annað. Mér finnst hið besta mál þegar veitingastaður fyrir samkynhneigða er opnaður, en mér finnst fáránlegt að neita öðrum aðgang að staðnum. Ég trúi því að allir geti búið saman í sátt og samlyndi.
Hvernig er þetta ef fjórir félagar ætla út saman þrír þeirra eru hommar en sá fjórði er gagnkynhneigður, má hann ekki fara með félögum sínum á staðinn. Hvernig taka dyraverðir á þessu, þurfa allir að vera með félagsskírteinið frá Samtökunum78 til að komast inn? En hvað með þá sem eru ekki komnir út úr skápnum, fá þeir ekki aðgang?
Áströlsk krá meinar gagnkynhneigðum inngöngu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.