Það er til illa innréttað fólk.

Ég get ekki orðað bundist núna. Þannig er að flestir sem blogga gera það af einhverri þörf sem fáir skilja (það á til dæmis við þetta blogg) aðrir nota bloggið til að koma leyfa fjölskyldu og vinum að fylgjast með sér. Ég held til dæmis að 90% íslenskra námsmanna sem eru í námi erlendis eru með blogg og er það hið besta mál. Annar hópur sem eru fjölmennir í blogginu eru fólk sem eiga við erfiðleika að etja, til dæmis að berjast við sjúkdóma eða eru með veik börn. Ég er í þeim hópi, ég byrjaði að blogga á Barnalandi þegar Huginn Heiðar fæddist og bloggaði nánast daglega í rúm 2 ár. Núna blogga ég ekki eins oft þar, enda eru ekki miklar breytingar eða fréttir á hverjum degi.

Ég var að lesa blogg hjá konu sem hefur verið að berjast við krabbamein, ég þekki þessa konu ekki neitt nema í gegnum bloggið hennar og ég finnst ég þekkja hana vel í dag. Barátta þessarra konu er erfið, en hún berst samt áfram af mikilli eljusemi. Í gær kom færsla sem fær mig til að standa á gati, þar er vinsamleg tilmæli til þeirra sem hafa verið að koma með ósmekkleg komment að hætta því. Ég hreinlega skil ekki að það skuli vera til svo illa innréttað fólk að koma með leiðinleg komment hjá fólki sem eru með blogg hreinlega til að finna fyrir stuðningi. Þetta er ekki eina dæmi um slíkt sem ég kannast við. Ég hitti konu nýlega sem heldur úti bloggsíðu fyrir veikt barnið sitt og hún þurfti að loka síðunni vegna þess að ósmekklegir aðilar voru með leiðinlegar og virkilegar ljótar athugasemdir á síðunni hans. Athugasemdirnar voru það ljótar að hún kærði málið til lögreglu.

Það er ótrúlegt að það sé til svona ljótt og óþroskað fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband