Reynslusaga af Shopusa.is

Ég verð að koma með smá reynslusögu af bílaviðskiptum mínum. Þannig er að ég er búinn að eiga Dodge Caravan árgerð 1997 í mörg ár og ég hef notað hann sem sjúkrabíl. Það er hann er fyrst og fremst ætlaður fyrir Hugin Heiðar og tæki sem fylgja honum þegar við erum að fara eitthvað, við þurfum á svona stórum bíl á að halda. En bíllinn er orðinn gamall og það er ekki gott að þurfa að treysta 100% á svoleiðis bíl. Í byrjun árs fengum við styrk frá Tryggingastofnun til að kaupa nýjan bíl. Vegna góðrar reynslu af Dodge ákváðum við að skoða þannig bíl og komumst fljótlega að því að hann er dýrari en ég hafði ráð á.

Eftir smá umhugsun sendi ég tölvupóst til shopusa.is í þeim tilgangur að athuga með að kaupa bíl í Bandaríkjunum og flytja hann inn sjálfur. Eftir að hafa haft samband við þá hófst ferli sem tók ótrúlega stuttan tíma. Það var strax haft samband við mig frá shopusa.is og ég sagði þeim hvernig bíl ég væri að leita að og hvaða kröfur ég gerði. Nokkrum dögum síðar eru myndir sendar til mín af nokkrum bílum og spurt hvort mér lítist vel á þá. Það verður úr að ég vel engan af þeim bílum og nokkrum dögum síðar er aftur haft samband við mig og mér sagt að þeir hafi fundið bíl sem þeim lítist vel á, það verður úr að ég kaupi bílinn. Bíllinn er Dodge Grand Caravan árgerð 2006, ekinn 18.000 mílur og hlaðinn af aukabúnaði.

Ég er auðvitað spenntur að fá nýjan bíl og sendi tölvupóst til shopusa.is 9 dögum eftir að ég kaupi bílinn. Ég vissi að bíllinn hefði verið í Florida og spurði hvort að hann væri kominn til Virginia og hvort það væri búið að bóka hann í skip. Svarið sem ég fékk var að bíllinn væri staddur á miðju Atlantshafinu um borð í Skógafossi. Þá tók við bið eftir skipinu og eftir að það kom til landsins komu margir frídagar og páskar svo frekar illa gekk að fá bílinn afgreiddan úr tolli. Ég fékk hann að lokum afgreiddan og var það 6 vikum eftir að ég keypti hann. Heildarverð á bílnum hingað kominn var rétt rúmlega 2,2 milljónir. Allt sem shoupusa.is sagði stóðst fullkomlega, öll samskipti okkar á milli voru mjög fagmannleg og þeir voru fljótir að svara öllum spurningum mínum, ef ég sendi þeim póst með spurningum var svarið yfirleitt komið innan 30 mínútna.

Ég athugaði hjá bílasala sem ég þekki til hvað hann myndi setja á bílinn ef hann ætlaði að selja hann, hann sagði að hann myndi setja á hann um 3,5 milljónir og hann gæti selt hann auðveldlega fyrir 3,2 milljónir. Með öðrum orðum ég sparaði mér eina milljón á að hafa samband við shopusa.is láta þá sjá um bílainnflutninginn fyrir mig og þessi 6 vikna bið var alveg milljón króna virði. Ég mæli eindregið ef þið séu að pæla í nýlegum amerískum bíl að hafa samband við shopusa.is, það er þess virði.

unti

Bíllinn góði.

PS. Gamli Dodge-inn er til sölu ef þú hefur áhuga hafðu samband við mig í síma 692-6911.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband