Er þetta eðlilegt?
25.5.2007 | 19:46
Ég hélt að þeir sem færu í kynskiptiaðgerð væru fólk sem hefði fæðst í röngum líkama. Í þessu tilfelli virðist fólkið vera fullkomlega "eðlilegt" (eðlilegt er skilgreint hérna samkvæmt Gunnari í Krossinum) þar til það fór í aðgerðina. Karlmenn sem hneigjast til kvenna, en eftir aðgerðina er þeir orðnir lessur!! Þetta minnir á South Park.
![]() |
Bæði borgarstjórinn og makinn hafa skipt um kyn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekkert vitlaust að kynna sér hlutina áður en maður byrjar að fordæma þá...
Rakel (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 08:48
Ég þakka fyrir þessa ábendingu Anna. Ég skil það að fólk vilji lifa í þeim líkama sem það eru skapað fyrir og ég geri mér grein fyrir því að stundum þarf fólk að gangast undir kynskiptiaðgerð til að það geti orðið. Það er hægt að framkvæma þannig aðgerðir, en það er ekki hægt að breyta kynhneigðinni (þó Árni Johnsen og Gunnar í Krossinum halda öðru fram). Ástæðan fyrir því að ég bloggaði þessa frétt er sennilega sú að í henni eru margar mótsagnir sem ég hafði ekki hugsað út í.
Rakel, ég var ekki að fordæma einn eða neinn með þessum skrifum mínum. Ef einhver er að fordæma einhvern þá er það mbl.is með því að birta svona frétt. Ef mbl.is þætti þetta eðlilegt þá væri þess frétt ekki frétt.
Mummi Guð, 26.5.2007 kl. 10:04
Er spurningin ekki frekar hvað er eðlilegt???
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 29.5.2007 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.