Færsluflokkur: Matur og drykkur

Muga Reserva.

Muga Reserva er rauðvín frá Rioja héraði á Spáni. Það er þurrt og ferskt og er með tannín og eikarbragði. Það er með með miklu eftirbragði. Það er gott með nautakjöti.

Tegund: Muga Reserva.

Framleiðsluland: Spánn.

Verð í vínbúðum: 1.890 krónur.

Einkunn: 1 (Allt í lagi)


Lindeman bin 50 Shiraz.

Lindeman bin 50 Shiraz er ástralskt rauðvín meðalfyllt, þurrt og og milt. Það hentar vel með öllu kjöti og sérstaklega vel eitt og sér.

Tegund: Lindeman bin 50 Shiraz.

Framleiðsluland: Ástralía.

Verð í vínbúðum: 1.350 krónur.

Einkunn: 3 (mjög gott)


Peter Lehmann Weighbridge Shiraz

Peter Lehmann Weighbridge Shiraz er ástralskt rauðvín, það er stamt með sterku berjabragði. Það hentar vel með kjúklingum og pasta.

Tegund: Peter Lehmann Weighbridge Shiraz.

Framleiðsluland: Ástralía.

Verð í vínbúðum: 1.360 krónur.

Einkunn: 1 (allt í lagi). 


Wyndham Estate bin 555

Wyndham Estate bin 555 er ástralskt rauðvín. Það er með góðu berjabragði, það er milt, sætt og með góðu eftirbragði. Það hentar vel með öllu grillkjöti, með nautakjöti og eitt og sér.

Tegund: Wyndham Estate bin 555

Framleiðsluland: Ástralía.

Verð í vínbúðum: 1.490 krónur.

Einkunn: 3 (mjög gott).


A-Mano Primitivo

Ég ætla að hafa rauðvínsumfjöllun á þessari síðu og gefa rauðvíninu einkunn. Ég ætla að gefa einkunnir frá 0-4. 0=vont, 1=allt í lagi, 2=gott, 3=mjög gott og 4=æææðisleeegt.

Fyrsta vínið sem ég ætla að skrifa um er A-Mano Primitivo, það er ítalskt rauðvín og er bragðmikið og ekki of súrt, það er frekar þurrt en ferskt og með góðu eftirbragði. Það er gott með svínakjöti og léttum réttum eins og pasta og það er gott eitt og sér.

Tegund: A-Mano Primitivo.

Framleiðsluland: Ítalía.

Verð í vínbúðum: 1090 krónur. 

Einkunn: 2 (gott).


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband