Færsluflokkur: Bloggar

Ég vil að bloggið mitt verði vinsælt!

Ég bloggaði í gærkvöldi og samt hef ég bara fengið eina heimsókn og það var ég sem heimsótti síðuna. Ég hélt að allir væru að skoða bloggið mitt, en þvílík vonbrigði. Ég er að pæla hvort ég ætti að kaupa heilsíðu auglýsingu í Mogganum. Nei ég held ekki og ég ætla ekki að fara að tala um kynlíf mitt eða vina minna. Ég ætla ekkert að gera til að gera þetta blogg að vinsælu bloggi, ég ætla að skrifa það sem mér finnst og punktur.

Bloggi-di-blog.

Ég verð að skella inn mínu fyrsta bloggi. Ástæðan er sú að konan mín er byrjuð að blogga, eftir að ég hafði kvatt hana til þess, ég þurfti meira að segja að skrá hana á bloggið til að fá hana til að blogga. Núna hefur hún bloggað þrisvar og ég aldrei. Samt hef ég verið með þessa síðu í nokkra mánuði.

 En núna er ég byrjaður!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband