Mummi Guð
Ég heiti Guðmundur Guðbergsson og er 40 ára Keflvíkingur, faðir 5 barna. Þar af eins langveiks barns, Hugins Heiðars. Líf mitt hefur að mestu snúist um Hugin Heiðar síðustu þrjú árin.
Ég hef upplifað meira og þroskast meira á síðustu þrem árum, en ég gerði síðustu 37 ár áður. Ég hef fengið að kynnast sorg og gleði, vonum og uppgjöf. Ég hef fengið að kynnast kerfinu, hvað er vel gert þar og hvað er ekki vel gert. Ég hef fengið að kynnast fullt af fólki sem vinnur að umönnun og lækningu fyrir veik börn. Ég hef fengið að kynnast fólki sem vinnur að bættum kjörum og betri þjónustu fyrir langveik börn. Ég hef samt aðallega kynnst hetjum, stórum og smáum.
netfang: mummigud@hotmail.com