Ekki fyrsta rauða spjaldið hjá Materazzi.
19.2.2008 | 22:09
Liverpool vann Inter í kvöld 2-0 eftir að hafa spilað einum fleiri frá 30 mínútu, en þá var varnarjaxlinn Marco Materazzi rekinn af leikvelli. Þetta var ekki fyrsta rauða spjaldið sem Materazzi fær á ferlinum. Hér fyrir neðan er myndband af nokkrum af þeim brotum sem Materazzi hefur framið á knattspyrnuvellinum.
![]() |
Liverpool sigraði Inter 2:0 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 23.2.2008 kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fordómafullir Danir.
18.2.2008 | 20:33
Mér finnst Danirnir vera fordómafullir og sýna mikið útlendingahatur gagnvart Íslendingum með því að tilgreina þjóðerni Íslendinganna. Þetta er smá kaldhæðni hjá mér, þar sem að á Íslandi verður allt brjálað ef fjölmiðlar segja frá því að afbrotamennirnir séu erlendir. Ég er ekki sammála þeim sem halda því fram að með því að tilgreina þjóðerni afbrotamanna beri það vitni um fordóma og útlendingahatur, heldur sé það hluti af fréttinni.
![]() |
Feðgar handteknir fyrir líkamsárás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Árshátíðarhelgin.
18.2.2008 | 02:18
Helgin var fín, aldrei þessu vant þá var farið út á lífið um helgina eða telst það að fara út á lífið að fara á árshátíð hjá vinnunni? meira að segja árshátíð sem ég tók þátt í að skipuleggja! Það leit reyndar ekkert allt of vel út hvort að ég kæmist á árshátíðina á föstudaginn. En þá átti Huginn að fara í Rjóðrið, en á fimmtudaginn leit út fyrir að hann væri orðinn veikur og á föstudeginum var hann orðinn fárveikur, með hita, niðurgang og stórhækkaðann púls. Það varð úr að við sáum um að annast hann heima og reyna að koma honum í sem best form. Eftir að Huginn sofnaði á föstudagskvöldið og við sáum púlsinn hans hríðlækka fylltumst við aftur von um að komast á árshátíðina. Huginn vaknaði síðan í ágætis formi á laugardagsmorgni og eftir samtal við Rjóðrið fórum við með Hugin þangað og hefur dvölin gengið ágætlega fyrir sig.
Árshátíðin hjá Fríhöfninni er eitt það skemmtilegasta kvöld sem ég hef upplifað og ég fæ að upplifa það á hverju ári, en eftir að Huginn kom heim af sjúkrahúsinu þá þurfum við að skipuleggja okkur vel fram í tímann og við sáum að við gætum ekki farið á árshátíðina nema Huginn væri í Rjóðrinu og þar sem við þurfum að koma með allar okkar óskir um innlagnir með um þriggja mánaðar fyrirvara og óljóst var hvenær árshátíðin yrði haldin, þá sótti ég um að komast í árshátíðarnefndina til að fá dagsetninguna sem fyrst og það gekk eftir. Síðan hef ég starfað við hana og mikið var síðan gaman á laugardagskvöldið að upplifa kvöldið sem við höfðum skipulagt svo mikið og lengi. Þó ég segi sjálfur frá þá fannst mér kvöldið ganga einstaklega vel fyrir sig. Maturinn í Bláa Lóninu var frábær, enda sáu Stjáni og Helgi um að elda ofan í okkur, skemmtidagskráin tókst einstaklega vel og salurinn var frábær í alla staði. Pottþéttur salur fyrir svona árshátíð. Kvöldið var bara frábært í alla staði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Kemur ekki á óvart.
17.2.2008 | 16:29
Ég held að það hafi ekki komið neinum á óvart að maðurinn noti fyrsta tækifæri til að flýja glæpinn. Ég held að það sé kominn tími til að við Íslendingar gerum einhverjar róttækar breytingar á lögum sem kemur í veg fyrir að menn geti komið hingað til lands framið sín afbrot í friði og komist upp með þau án þess að nokkur geti gert neitt í málunum.
Svona atvik eru ekki til þess að minnka fordóma gagnvart útlendingum, heldur verður þetta mál til að auka útlendingahatur og gera þeim góðu og gegnu útlendingum sem hingað hafa komið til að taka þátt í íslensku samfélagi erfitt fyrir. Er það sem fólk vill? Ég held ekki.
Mynd af Pólverjanum. Tekin af vf.is
![]() |
Farinn úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
One Hit Wonder. -6.sætið.
17.2.2008 | 15:58
Í sjötta sæti yfir stærstu one hit wonder lög allra tíma er lagið It's Raining Man með hljómsveitinni The Weather Girls. Hljómsveitina skipuð þær stúlkur Martha Wash og Izora Armstead. Lagið var samið árið 1979 af Paul Jabara og Paul Shaffer, þeir reyndu mikið að koma laginu á framfæri og buðu mörgum kvenkyns söngvurum lagið, meðal þeirra sem höfnuðu laginu eru Donna Sommer, Diana Ross, Cher Chaka Kahn, Teena Marie, Gloria Gaynor, Grace Jones og Barbara Streisand. The Weather Girls gáfu lagið út árið 1982 og varð það gríðarlega vinsælt um allan heim. Þess má geta að It's Raining Man er uppáhaldslag Hómers Simpsons.
It's Raining Man með The Weather Girls.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Rafmagnsleysi getur haft alvarlegar afleiðingar.
17.2.2008 | 15:06
Huginn Heiðar er núna í Rjóðrinu og varð smá uppistand þar þegar rafmagnið fór af í nótt án þess að vararafstöðin færi í gang. Huginn var sofandi í B-PAP vélinni sinni þegar það gerðist og þurfti að taka Hugin úr vélinni og setja hann á súrefnisgleraugu og svaf hann með súrefnisgleraugun þar til að rafmagnið komst á aftur. En okkur skilst af Rjóðrið hafi "bara" verið án rafmagns í rúma tvo tíma. Við höfum fulla trú á að vinirnir okkar í Rjóðrinu fari yfir sín mál og hvað fór úrskeiðis í nótt, ef eitthvað fór óskeiðis og hvað fór vel.
Við þurfum nefnilega að læra af öllum þeim aðstæðum sem koma upp og hugsanlega geta komið upp, það höfum við einbeitt okkur að. Við vitum að rafmagnið getur farið af hvenær sem er og þegar það gerist þá verðum við að vita hvað við eigum að gera. Ég held að ekkert heimili á landinu séu með eins mörg vasaljós og mitt, það sem meira er að ég veit hvar vasaljósin eru og er ég til dæmis með eitt á náttborðinu hjá mér. Þá erum við með sérstakan neyðarkassa sem inniheldur alla þá hluti sem við hugsanlega þurfum að nota ef eitthvað kemur upp á.
![]() |
Rafmagnslaust í fjóra tíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Wings For Children.
15.2.2008 | 22:46
Þegar ég var í Bandaríkjunum með Hugin Heiðar á spítalanum, þá kynntist ég ansi mörgu í kringum spítalalífið. Þó það hafi verið ansi margt sem ég hefði aldrei viljað kynnast þá var margt sem kom mér skemmtilega á óvart. Það sem kom mér mikið á óvart var öll sú áhugavinna sem var unnin á spítalanum og í kringum spítalann. Á spítalanum sem Huginn lá á störfuðu fjöldinn allur af sjálfboðaliðum í hinum ýmsu störfum og á hinum ýmsu deildum spíatalans, var það bæði ungt fólk og eldra fólk.
Sú starfsemi sem kom mér mest á óvart var rekstur á flugfélaginu Wings For Children. Flugfélagið sér eingöngu um sjúkraflug fyrir börn og taka þeir ekkert fyrir þjónstuna sína. Flugmennirnir eru allir sjálfboðaliðar og starfar margir þeirra hjá öðrum flugfélögum en fljúga fyrir Wings For Children á frídögum sínum. Daglegur rekstur flugfélagsins er fjármagnaður með frjálsum framlögum og söfnunarfé.
Að undanförnu hafa neikvæðar fréttir af Bandaríkjamönnum og bandarísku samfélagið verið ansi áberandi í fjölmiðlum. En þó margt slæmt gerist í Bandaríkjunum, þá er líka fullt af jákvæðum og frábærum hlutum sem gerast þar. Ég hafði aldrei verið hrifinn af Bandaríkjunum þegar ég fór þangað með Hugin, en eftir 6 mánaðardvöl þar, var álit mitt á Bandaríkjunum gjörbreytt. Mér finnst Bandaríkin vera frábært land með frábæru fólki, en ég er ekki jafnhrifinn af stjórnvöldum og dómskerfinu þar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fjör á Litla-Hrauni í kvöld.
15.2.2008 | 22:26
Ætli það verði ekki fjör á Litla-Hrauni í kvöld þegar Annþór heldur upp á afmæli sitt. Eða ætli hann haldi ekki á afmælið í kvöld, þá að lögreglan hafi náð að skemma skipulögðu veisluna?
![]() |
Annþór á leið austur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Monty Python kunna sig.
13.2.2008 | 12:16
Þrátt fyrir vafasaman húmor hjá þeim Monty Python mönnum, þá sýna þeir að þeir kunna sig. Á meðan fjölmiðlar og hin ýmsu samtök leggja Britney í einelti og eru gjörsamlega að koma stelpu greyinu í gröfina, eins og þeim tókst með Anna Nicole Smith. Ég hef alltaf litið á sögu Britney Spears sem sögu um unga og efnilega stúlku sem nær ekki að þroskast almennilega og verður fórnarlamb ósvífinnar aðila sem níðast á stelpunni vegna vanþroska hennar. Ég tel þann sem ber mesta ábyrgð á þeirri stöðu sem Britney er í, er fyrrverandi eiginmaður hennar, Kvein Federline.
![]() |
Monty Python gerir ekki grín að Spears |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hámark fáfræðinnar.
11.2.2008 | 18:32
Ótrúleg fáfræði hjá þessari sænsku konu. Í fyrsta lagi að halda því fram að lesbía sé það sama og klæðskiptingur og svo að segja að klæðskiptingar misþyrma dýrum! Hvaða bækur ætli þessi blessaða kona les til sér afþreyingar úr því að hún segist að hún fái þessa vitneskju sína úr bókum!
![]() |
Sektuð fyrir að neita að selja lesbíu hvolp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)