Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Helvítis gungur eru dómarar orðnir.

Ég vil byrja að segja að ég er stuðningsmaður Keflavíkur í fótboltanum. Eftir 3 leiki í deildinni þá er ég nokkuð sáttur við mína menn þó ég vildi auðvitað að við værum efstir í deildinni. Það sem ég ætla að skrifa um hérna eru dómararnir sem mér finnst vera orðnir ansi huglausir.

Í fyrsta leiknum á móti KR slær einn leikmanna KR einn Keflvíkinginn og það fyrir framan aðstðoardómarann sem sér þetta og ákveður að hæfileg refsing er gult spjald!! og af hverju? Jú hann vissi ekki hvað hefði gerst áður og hélt jafnvel að þetta væri hefnibrot. Hann var að hugsa um að reka báða leikmennina af leikvelli, en ákvað að koma með "Salomonsdóm" og gefa KR-ingnum gult spjald. Í knattspyrnulögunum stendur ef þú slærð leikmann eða til hans þá er það rautt spjald. Hann átti að gefa Atla rautt spjald og í raun var ekkert annað hægt að gera.

Í leik tvö á móti FH kemst einn Keflvíkingur einn í gegn eftir 40 sekúndur og er togaður niður af varnarmanni FH, það er beint rautt spjald. Líkt og í KR-leiknum þorði dómarinn ekki reka manninn út af og gaf honum gult spjald.

Í leik þrjú á móti Breiðablik gerist það að Keflavík jafnar leikinn á síðustu mínútunni. Það er Guðjón Árni varnarmaðurinn öflugi sem skorar markið og fagnar eins og varnarmanni sæmir og hleypur  í átt til áhorfenda og hvað gerist? Þegar Guðjón helypur framhjá einum leikmanni Breiðabliks þá sparkar hann í Guðjón sem fellur illa við það og þetta gerðist fyrir framan dómarann og eins og fyrri daginn þá þorði hann ekki að spjalda manninn. Ég verð að hrósa þó dómaranum fyrir að þora að dæma víti á Keflavík fyrir ekki neitt.

Eftir að hafa horft á fyrstu þrjár umferðirnar í boltanum þá er ég sannfærður um það að á síðasta dómaraþingi hafi verið samþykkt að leggja Keflavík í einelti.


Er þetta eðlilegt?

Ég hélt að þeir sem færu í kynskiptiaðgerð væru fólk sem hefði fæðst í röngum líkama. Í þessu tilfelli virðist fólkið vera fullkomlega "eðlilegt" (eðlilegt er skilgreint hérna samkvæmt Gunnari í Krossinum) þar til það fór í aðgerðina. Karlmenn sem hneigjast til kvenna, en eftir aðgerðina er þeir orðnir lessur!! Þetta minnir á South Park.
mbl.is Bæði borgarstjórinn og makinn hafa skipt um kyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vil að bloggið mitt verði vinsælt!

Ég bloggaði í gærkvöldi og samt hef ég bara fengið eina heimsókn og það var ég sem heimsótti síðuna. Ég hélt að allir væru að skoða bloggið mitt, en þvílík vonbrigði. Ég er að pæla hvort ég ætti að kaupa heilsíðu auglýsingu í Mogganum. Nei ég held ekki og ég ætla ekki að fara að tala um kynlíf mitt eða vina minna. Ég ætla ekkert að gera til að gera þetta blogg að vinsælu bloggi, ég ætla að skrifa það sem mér finnst og punktur.

Bloggi-di-blog.

Ég verð að skella inn mínu fyrsta bloggi. Ástæðan er sú að konan mín er byrjuð að blogga, eftir að ég hafði kvatt hana til þess, ég þurfti meira að segja að skrá hana á bloggið til að fá hana til að blogga. Núna hefur hún bloggað þrisvar og ég aldrei. Samt hef ég verið með þessa síðu í nokkra mánuði.

 En núna er ég byrjaður!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband