Helvítis gungur eru dómarar orðnir.

Ég vil byrja að segja að ég er stuðningsmaður Keflavíkur í fótboltanum. Eftir 3 leiki í deildinni þá er ég nokkuð sáttur við mína menn þó ég vildi auðvitað að við værum efstir í deildinni. Það sem ég ætla að skrifa um hérna eru dómararnir sem mér finnst vera orðnir ansi huglausir.

Í fyrsta leiknum á móti KR slær einn leikmanna KR einn Keflvíkinginn og það fyrir framan aðstðoardómarann sem sér þetta og ákveður að hæfileg refsing er gult spjald!! og af hverju? Jú hann vissi ekki hvað hefði gerst áður og hélt jafnvel að þetta væri hefnibrot. Hann var að hugsa um að reka báða leikmennina af leikvelli, en ákvað að koma með "Salomonsdóm" og gefa KR-ingnum gult spjald. Í knattspyrnulögunum stendur ef þú slærð leikmann eða til hans þá er það rautt spjald. Hann átti að gefa Atla rautt spjald og í raun var ekkert annað hægt að gera.

Í leik tvö á móti FH kemst einn Keflvíkingur einn í gegn eftir 40 sekúndur og er togaður niður af varnarmanni FH, það er beint rautt spjald. Líkt og í KR-leiknum þorði dómarinn ekki reka manninn út af og gaf honum gult spjald.

Í leik þrjú á móti Breiðablik gerist það að Keflavík jafnar leikinn á síðustu mínútunni. Það er Guðjón Árni varnarmaðurinn öflugi sem skorar markið og fagnar eins og varnarmanni sæmir og hleypur  í átt til áhorfenda og hvað gerist? Þegar Guðjón helypur framhjá einum leikmanni Breiðabliks þá sparkar hann í Guðjón sem fellur illa við það og þetta gerðist fyrir framan dómarann og eins og fyrri daginn þá þorði hann ekki að spjalda manninn. Ég verð að hrósa þó dómaranum fyrir að þora að dæma víti á Keflavík fyrir ekki neitt.

Eftir að hafa horft á fyrstu þrjár umferðirnar í boltanum þá er ég sannfærður um það að á síðasta dómaraþingi hafi verið samþykkt að leggja Keflavík í einelti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband