Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Pittsburgh Steelers í beinni í kvöld.

steelersLoksins, loksins er sýndur leikur með Pittsburgh Steelers í sjónvarpinu í kvöld. Ég er búinn að bíða lengi eftir að fá sjá leiki með þeim í vetur og loksins í kvöld gerist það. Steelers hefur spilað vel í vetur og eru búnir að vinna 9 leiki af 12 og síðustu 6 leikir þeirra hafa endað með sigri. En andstæðingarnir í kvöld eru ekki af verri endanum, New England Patriot sem hafa unnið alla 12 leiki tímabilsins og velflestir sem fylgjast með NFL-deildinni telja að New England sé algjört yfirburðarlið í deildinni og fátt mun koma í veg fyrir að þeir vinni Ofurskálina í vetur.


Maður vikunnar: -Vífill Atlason.

Maður vikunnar að þessu sinni er Vífill Atlason, það er eiginlega ekki hægt að velja annan þar sem Vífill hefur farið á kostum í tveim prakkarastrikum. Fyrst plataði hann starfsmenn forseta Bandaríkjanna og svo fréttastofu Stöðvar 2. Ég er kannski orðinn svo gamall að ég hef ekki alveg sama húmor og aðrir fyrir þessum prakkarastrikum, en það skiptir ekki máli í þessu tilfelli þar sem Vífill er maður vikunnar.

Vífill Atlason

Maður vikunnar: Vífill Atlason.


Yfirlýsing frá mér vegna afmælis eða jólagjafar.

Ég vil setja inn yfirlýsingu frá mér vegna jóla og afmælisgjafar. Þið sem eru að hugsa um gjafir handa mér, þá vil ég taka sérstaklega fram að ég kæri mig ekki um að fá Búbbana á DVD í pakkann.


Vífill er búinn að fara sínu síðustu ferð til Bandaríkjanna.

Töluverðar líkur eru á að Vífill sé búinn að fara sína síðustu ferð til Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn hafa verið þekktir fyrir að taka ekki vægt á grínistum sem grínast á kostnað CIA. Má alveg búast við því að Vífill verði settur á svartan lista hjá CIA og verði þar með óheimilt að koma til landsins í framtíðinni. Kannski var þetta djók þess virði, alla vega fær hann sína 15 mínútna frægð.


mbl.is Skagapiltur pantaði viðtal við Bush
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt málið sem lögreglan upplýsir.

logreglanÍ gær þegar lögreglan sendi frá sér þessa mynd og bað almenning um aðstoða sig við að upplýsa málið, þá fóru margir bloggverjar hamförum og sögðu að lögreglan ættu miklu frekar að einbeita sér að alvöru málum en svona smá málum. Mér fannst lögreglan gera hárrétt, Það voru litlar vísbendingar um ökumanninn svo þeir leituðu eftir aðstoð almennings og það varð til þess að ökumaðurinn gaf sig fram.

Ég er sammála lögreglunni að þetta brot hafi verið frekar alvarlegt þar sem maðurinn sýnir einbeittann brotavilja og undirbýr sig væntanlega fyrir þetta og hefur þar að auki barn með sér í bílnum. Síðan er spurning, á lögreglan ekki að rannsaka öll mál eða á hún að ákveða hvaða mál er alvarleg og þess eðlis að leggja vinnu í, þó ég haldi að ekki hafi verið lögð mikil vinna í þetta mál. Það er kannski ekki mjög alvarlegt að keyra á 83 þar sem hámarkshraði er 60. En hvar eru mörkin eru þau í 83, 90 eða 100.

Tveir þumlar upp fyrir lögreglunni að leysa málið á einfaldasta hátt.


mbl.is Ökufantur gaf sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælisbarn dagsins: Eddie "The Eagle"

Í dag á afmæli Eddie "The Eagle" Edwards, hann er fæddur 5. desember 1963 og er því 43 ára gamall. Eddie er þekktastur fyrir skíðastökk sín en hann keppti meðal annars á Ólympíuleikunum í Calgary í Kanada 1988. Eddie varð ekki frægur fyrir hæfileika sína í skíðastökki, heldur frekar vegna takmarkaðra hæfileika í íþróttinni. Hann var mun þyngri en aðrir keppendur á Ólympíuleikunum, þó hann hafi líka verið meðal þeirra lágvöxnustu. Síðan var hann mjög nærsýnn sem háði honum mikið. Hann hafði heldur engan þjálfara, heldur sá hann alveg um að þjálfa sig sjálfur þó hann hafði enga kunnáttu í þeim efnum. Ekki varð það til að bæta árangurs hans að hann var mjög lofthræddur.

Eddie the Eagle EdwardsÁður en Eddie lagði skíðastökkið fyrir sig starfaði hann sem múrari, hann tók þátt í sínu fyrsta stórmóti 1987, heimsmeistaramótinu í skíðastökki og hafnaði í síðasta sæti og eftir það var hann settur á heimslistanum og þar sem hann var eini breski keppandinn, þá dugði það til að hann kæmist á Olympíuleikana 1988. Þar hafnaði hann í síðasta sæti bæði af 70 og 90 metra palli, en þrátt fyrir það þá varð hann gríðarlega vinsæll og var sennilega vinsælasti keppandinn á þeim leikum. Í ræðu á lokaathöfn leikanna sagði forseti leikanna; "At this Games some competitors have won gold, some have broken records and one has even flown like an eagle." Við þessi orð brutust út gríðarleg fagnaðarlæti meðal um 100.000 áhorfanda sem fylgdust með lokaathöfninni og kölluðu nafn hans "Eddie!, Eddie!..." Var þetta í fyrsta sinn í sögu Olympíuleikanna sem einstakur keppandi er nefndur í lokaræðu Olympíuleikanna. Þrátt fyrir að vera seint talinn til betri skíðastökkvara í heimi er hann besti skíðastökkvari sem Bretar hafa átt og á Eddie fjölmörg bresk met í skíðastökki. Ólíkt flestum öðrum íþróttamönnum, þá varð Eddie vinsælli og vinsælli eftir því sem hann stóð sig verr.

Árið 1990 breytti Alþjóða Olympíunefndin reglunum um keppni í skíðastökki, sem gerðu mönnum erfiðara með að vinna rétt til að keppa á leikunum, þessar reglur hafa síðan verið kallaðar "Eddie The Eagle Rule". Í kjölfarið tókst Eddie ekki að vinna sér sæti á Olympíuleikunum 1992, 1994 og 1998.

Eddie gaf út nokkur lög og það þekktasta var "Fly Eddie Fly" sem komst á top 50 lá breska vinsældarlistanum. Þá söng hann líka nokkur lög á finnsku, þrátt fyrir að kunna ekki orð í málinu. Þá gaf Eddie bæði út bók og myndband.

Væntanleg er bíómynd um ævi Eddie, sem heitir "Eddie The Eagle". Með hlutverk Eddie fer Steve Coogan, Eddie var ekki alveg sáttur við að Coogan ætti að leika hann, hann taldi betra að Tom Cruise eða Brad Pitt færi með hlutverkið.


Ný skoðanakönnun.

Ég var að setja inn nýja skoðanakönnun. Þar er spurt ef einræðisherra kæmist til á valda á Íslandi, hvern myndir þú vilja hafa sem einræðisherra og valmöguleikarnir eru tveir, Jóhanna Sigurðardóttir og Pétur Blöndal.

Til að koma í veg fyrir misskilning þá er ég ekki að gera lítið úr femínistum með því að nota orðið "einræðisherra".

Í síðustu könnun spurði ég hvor Viktorían ykkur þætti kynþokkafyllri, Viktoría Beckham eða Viktoría Principal. 70 svöruðu og sögðu 62,9% að Dallasgellan væri kynþokkafyllri en 28,6% sögðu að frú Beckham væri kynþokkafyllri. 8,6% gátu ekki gert upp á milli stúlknanna. En niðurstaðan er augljós, Viktoría Principal er kynþokkafyllsta Viktorían í heimi.


Maður vikunnar: -Brynjólfur Árnason.

Maður vikunnar að þessu sinni er Brynjólfur Árnason sveitastjóri í Grímsey og fyrrverandi umboðsmaður Olíudreifingar í Grímsey. Brynjólfur er fyrsti maðurinn sem nær að taka eitthvað til baka af því sem olíufélögin hafa stolið af landsmönnum í gegnum árin og fyrir það er hann dæmdur til skilorðsbundins fangelsis. Þrátt fyrir að hafa borgað allt til baka sem hann tók af Olíudreifingu, þannig að hann ólíkt olíufélögunum stal engu, heldur fékk að láni og það til að halda hita á sér og sínum.

Brynjolfur Arnason

Maður vikunnar: Brynjólfur Árnason.


Á ekki að lækka allan hámarkshraða niður í 30?

Ég er algjörlega á móti því að hámarkshraðinn verði lækkaður niður í 30 á Vesturgötunni, nema að það sé vilji að lækka allan hámarkshraða innanbæjar niður í 30. Það er mín skoðun að það séu ekki þeir sem keyra á löglegum hraða sem verða valdir að slysunum, heldur þeir sem keyra ógætilega og of hratt og þeir fari ekki að keyra á löglegum hraða ef hámarkshraðinn verður lækkaður. Vesturgatan er nokkuð breið og opin gata og ef hún ber ekki 50 km hraða þá gerir engin gata það. Ef það sé vilji íbúa að koma í veg fyrir ofsaakstur þá á að setja upp þrengingar og hraðahindranir, ekki að lækka hámarkshraðann.

Ekki segja að ég þekki ekki til þarna þar sem ég bý í næstu götu við þar sem slysið í gær varð og börnin mín þurfa að fara yfir Vesturgötuna þegar þau fara í skólann.


mbl.is Íbúar mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband