Vífill er búinn að fara sínu síðustu ferð til Bandaríkjanna.

Töluverðar líkur eru á að Vífill sé búinn að fara sína síðustu ferð til Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn hafa verið þekktir fyrir að taka ekki vægt á grínistum sem grínast á kostnað CIA. Má alveg búast við því að Vífill verði settur á svartan lista hjá CIA og verði þar með óheimilt að koma til landsins í framtíðinni. Kannski var þetta djók þess virði, alla vega fær hann sína 15 mínútna frægð.


mbl.is Skagapiltur pantaði viðtal við Bush
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er pottþétt þess virði... miklu meira kúl að geta sagt frá þessu en að segjast hafa komið til bandaríkjana. Enda er ekkert varið í að fara þangað.

Kallinn (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 17:07

2 Smámynd: Mummi Guð

Þú gerir þér væntanlega grein fyrir því að fólk fer ekki bara til Bandaríkjanna í frí. Það er fullt af fólki sem þarf að fara til Bandaríkjanna vegna vinnu sinnar eða náms, sjálfur þurfti ég að fara til Bandaríkjanna með son minn þar sem hann þurfti að gangast undir aðgerð á sjúkrahúsi, aðgerð sem ekki var hægt að framkvæma á Íslandi. Ekki hefði ég viljað þá vera á svörtum lista hjá CIA.

Eitt enn Kallinn, hefur þú komið til Bandaríkjanna?

Mummi Guð, 6.12.2007 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband