Afmælisbarn dagsins: Eddie "The Eagle"

Í dag á afmæli Eddie "The Eagle" Edwards, hann er fæddur 5. desember 1963 og er því 43 ára gamall. Eddie er þekktastur fyrir skíðastökk sín en hann keppti meðal annars á Ólympíuleikunum í Calgary í Kanada 1988. Eddie varð ekki frægur fyrir hæfileika sína í skíðastökki, heldur frekar vegna takmarkaðra hæfileika í íþróttinni. Hann var mun þyngri en aðrir keppendur á Ólympíuleikunum, þó hann hafi líka verið meðal þeirra lágvöxnustu. Síðan var hann mjög nærsýnn sem háði honum mikið. Hann hafði heldur engan þjálfara, heldur sá hann alveg um að þjálfa sig sjálfur þó hann hafði enga kunnáttu í þeim efnum. Ekki varð það til að bæta árangurs hans að hann var mjög lofthræddur.

Eddie the Eagle EdwardsÁður en Eddie lagði skíðastökkið fyrir sig starfaði hann sem múrari, hann tók þátt í sínu fyrsta stórmóti 1987, heimsmeistaramótinu í skíðastökki og hafnaði í síðasta sæti og eftir það var hann settur á heimslistanum og þar sem hann var eini breski keppandinn, þá dugði það til að hann kæmist á Olympíuleikana 1988. Þar hafnaði hann í síðasta sæti bæði af 70 og 90 metra palli, en þrátt fyrir það þá varð hann gríðarlega vinsæll og var sennilega vinsælasti keppandinn á þeim leikum. Í ræðu á lokaathöfn leikanna sagði forseti leikanna; "At this Games some competitors have won gold, some have broken records and one has even flown like an eagle." Við þessi orð brutust út gríðarleg fagnaðarlæti meðal um 100.000 áhorfanda sem fylgdust með lokaathöfninni og kölluðu nafn hans "Eddie!, Eddie!..." Var þetta í fyrsta sinn í sögu Olympíuleikanna sem einstakur keppandi er nefndur í lokaræðu Olympíuleikanna. Þrátt fyrir að vera seint talinn til betri skíðastökkvara í heimi er hann besti skíðastökkvari sem Bretar hafa átt og á Eddie fjölmörg bresk met í skíðastökki. Ólíkt flestum öðrum íþróttamönnum, þá varð Eddie vinsælli og vinsælli eftir því sem hann stóð sig verr.

Árið 1990 breytti Alþjóða Olympíunefndin reglunum um keppni í skíðastökki, sem gerðu mönnum erfiðara með að vinna rétt til að keppa á leikunum, þessar reglur hafa síðan verið kallaðar "Eddie The Eagle Rule". Í kjölfarið tókst Eddie ekki að vinna sér sæti á Olympíuleikunum 1992, 1994 og 1998.

Eddie gaf út nokkur lög og það þekktasta var "Fly Eddie Fly" sem komst á top 50 lá breska vinsældarlistanum. Þá söng hann líka nokkur lög á finnsku, þrátt fyrir að kunna ekki orð í málinu. Þá gaf Eddie bæði út bók og myndband.

Væntanleg er bíómynd um ævi Eddie, sem heitir "Eddie The Eagle". Með hlutverk Eddie fer Steve Coogan, Eddie var ekki alveg sáttur við að Coogan ætti að leika hann, hann taldi betra að Tom Cruise eða Brad Pitt færi með hlutverkið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Mummi

Samkvæmt mínum útreikningum er hann orðinn 44 ára.  En það breytir því ekki að það var mjög gaman að fylgjast með honum á sínum tíma. 

Takk fyrir kaffið um daginn þú lætur mig kannski vita þegar þú ert búinn að fá plastbolla .   Takk fyrir mig.

Njáll (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 17:38

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Innlitskvitt.

Huld S. Ringsted, 5.12.2007 kl. 21:01

3 Smámynd: Mummi Guð

Sæll Njáll.

Ég tók eftir þessu þegar ég las þetta yfir að aldurinn væri ekki réttur. En ég nennti ekki að leiðrétta það. Ég bjóst reyndar við að einhver jafnaldri hans Eddie myndi taka eftir þessu og leiðrétta mig.

Það var ekkert, þú og þínir eru alltaf velkomnir hingað. Ég á plastglas sem ég hef hingað til látið börnin nota, en núna eru það börnin og Njalli sem fá plastglösin!

Mummi Guð, 5.12.2007 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband