Er Ástþór versti kosturinn sem næsti forseti?

Það er allt að verða vitlaust í þjóðfélaginu vegna þess að Ástþór Magnússon er búinn ákveða að bjóða sig fram til forseta lýðveldisins. Er það samdóma álit allra að Ástþór eigi ekkert erindi í forsetakosningar, þó ótrúlegt megi telja þá er Ástþór með óflekkað mannorð og er ekki á sakaskrá. Ástæðan er sú að oftast þegar hann hefur verið fyrir rétti þá er hann að lögsækja aðra. Hvernig stendur á því að sami jólasveinninn getur boðið sig fram til embættisins í kosningu eftir kosningu án þess að fá eitthvað fylgi svo hægt er að tala um.

Ég er á því samt að Ástþór Magnússon sé ekki versti kosturinn í forsetaembættið og er ég búinn að gera topp 5 lista yfir verstu hugsanlegu forseta lýðveldisins.

5. Georg Bjarnfreðarson

4. Bobby Fischer.

3. Ástþór Magnússon

2. Árni Johnsen

1. Geir Ólafs


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Já athyglisverður listi...hm....

Ég er mikið búin að hugsa og finn engan sem mér finnst henta í embættið. Finn fullt af liði sem ekki hentar en ekkert hinumegin.

Ragnheiður , 4.1.2008 kl. 23:29

2 Smámynd: Mummi Guð

Ég veit um nokkra sem ég gæti hugsað mér sem næsta forseta lýðveldisins. En eins og staðan er þá held ég að það sé best að hafa Óla Grís áfram.

Mummi Guð, 4.1.2008 kl. 23:50

3 identicon

Ástþór er bara ashole, eitthvað að manninum að mínu mati.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband