Afmælisveislan.

Þá er ég að skríða saman eftir helgina. En ég hélt upp á afmælið mitt á laugardaginn. Það var bara fjör. Huginn var í Rjóðrinu og missti af afmælinu, en það var líka ástæða þess að við gátum haldið upp á afmælið. Það var bara gaman í afmælinu, það var reyndar svo mikið fjör að ég er farinn að hlakka til fimmtugs afmælisins míns!

Fyrir ykkur sem eru ekki orðin 40 ára, þá eigið þið mikið eftir. Þið sem komuð í afmælið, takk fyrir frábært kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með afmælið sem var ég er semsagt hálfnuð í næstu tilhlökkun

Huld S. Ringsted, 7.1.2008 kl. 23:25

2 Smámynd: Ragnheiður

Hehe gott að veislan heppnaðist vel. Aftur til hamingju. Ég átti svona afmæli fyrir 5 árum en þar sem ég er hinn versti félagsskítur þá hélt ég ekki upp á það frekar en önnur afmæli

Ragnheiður , 8.1.2008 kl. 00:43

3 Smámynd: Mummi Guð

Ég var ekkert alltof spenntur að halda upp á afmælið mitt. En lét verða að því og sé ekki eftir því.

Ragga, þú hefur 5 ár að undirbúa næsta stórafmæli og spurning hvort þú dílir ekki við Huld um að undirbúa afmælið saman, mér sýnist þið vera á svipuðum slóðum.

Þóra. Þetta er ekkert mál. Bara byrja á því að bjóða í afmælið og restin reddast!

Mummi Guð, 8.1.2008 kl. 11:35

4 Smámynd: Anna Valdís Guðmundsdóttir

Gleðilegt ár og til hamingju með afmælið um daginn!

Miðað við gamla daga trúi ég því alveg að það hafi verið fjör hjá þér...

Anna Valdís Guðmundsdóttir, 10.1.2008 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband